Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2021 23:27 Biden Bandaríkjaforseti svaraði því játandi þegar fréttamenn spurðu hann hvort að rétt væri að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segði af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni í dag. Vísir/EPA Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. Cuomo er sagður hafa áreitt að minnsta kosti ellefu konur kynferðislega í skýrslu rannsakenda dómsmálaráðherra New York-ríkis sem var gerð opinber í dag. Hann neitar ásökununum og hefur fram að þessu þverneitað að segja af sér. Biden sagði fréttamönnum í dag að hann teldi rétt að Cuomo segði af sér. Áður höfðu Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, hvatt Cuomo til þess. Fari Cuomo ekki sjálfviljugur gæti ríkisþing New York sparkað honum úr stóli á næstunni. Þingið hefur undanfarið unnið að kærum vegna embættisbrots á hendur ríkisstjóranum og er sú vinna nú sögð langt komin. Carl Heastie, forseti neðri deildar ríkisþingsins, segir Cuomo ekki sætt í embætti og að hann hyggist ljúka rannsókn á embættisbrotum ríkisstjórans fljótt. Konurnar sem Cuomo er sakaður um að hafa áreitt unnu bæði innan og utan ríkisstjórnar hans. Þær lýstu því hvernig ríkisstjórinn þuklaði á þeim, kyssti þær og talaði um útlit þeirra og kynlíf við þær. Í einu tilfelli hafi starfslið Cuomo beitt sér til að rýra trúverðugleika fyrrverandi starfsmanns sem sakaði hann um áreitni. Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Joe Biden Tengdar fréttir Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Sakaður um áreitni í garð minnst ellefu kvenna Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, áreitti konur kynferðislega og beitti sér gegn einni þeirra sem sakaði hann opinberlega um áreitni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði nú fyrir skömmu. 3. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira
Cuomo er sagður hafa áreitt að minnsta kosti ellefu konur kynferðislega í skýrslu rannsakenda dómsmálaráðherra New York-ríkis sem var gerð opinber í dag. Hann neitar ásökununum og hefur fram að þessu þverneitað að segja af sér. Biden sagði fréttamönnum í dag að hann teldi rétt að Cuomo segði af sér. Áður höfðu Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, hvatt Cuomo til þess. Fari Cuomo ekki sjálfviljugur gæti ríkisþing New York sparkað honum úr stóli á næstunni. Þingið hefur undanfarið unnið að kærum vegna embættisbrots á hendur ríkisstjóranum og er sú vinna nú sögð langt komin. Carl Heastie, forseti neðri deildar ríkisþingsins, segir Cuomo ekki sætt í embætti og að hann hyggist ljúka rannsókn á embættisbrotum ríkisstjórans fljótt. Konurnar sem Cuomo er sakaður um að hafa áreitt unnu bæði innan og utan ríkisstjórnar hans. Þær lýstu því hvernig ríkisstjórinn þuklaði á þeim, kyssti þær og talaði um útlit þeirra og kynlíf við þær. Í einu tilfelli hafi starfslið Cuomo beitt sér til að rýra trúverðugleika fyrrverandi starfsmanns sem sakaði hann um áreitni.
Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Joe Biden Tengdar fréttir Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Sakaður um áreitni í garð minnst ellefu kvenna Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, áreitti konur kynferðislega og beitti sér gegn einni þeirra sem sakaði hann opinberlega um áreitni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði nú fyrir skömmu. 3. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira
Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23
Sakaður um áreitni í garð minnst ellefu kvenna Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, áreitti konur kynferðislega og beitti sér gegn einni þeirra sem sakaði hann opinberlega um áreitni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði nú fyrir skömmu. 3. ágúst 2021 15:27