Robertson virtist meiðast frekar illa á ökkla í byrjun síðari hálfleiks og var studdur af velli.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Diogo Jota kom Liverpool í forystu snemma leiks en spænska liðið jafnaði snemma í síðari hálfleik.
Andy Robertson will undergo a scan on Monday after suffering an ankle injury in Liverpool's friendly against Athletic Bilbao on Sunday.
— Sky Sports (@SkySports) August 8, 2021
Liverpool hefur gefið út að skoski varnarmaðurinn fari í myndatöku á morgun og ætti þá að koma í ljós hversu alvarleg meiðslin eru.
Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst um næstu helgi og mun Liverpool mæta nýliðum Norwich í fyrstu umferðinni næstkomandi laugardag.