Úr ellefu í hundrað þúsund daglegra greininga á sex vikum Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2021 09:01 Óbólusettir íbúar Flórída bíða í röð eftir ða verða bólusettir. AP/Marta Lavandier Fleiri en hundrað þúsund manns greinast smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum á degi hverjum að meðaltali. Nýja kórónuveiran dreifist hratt meðal óbólusettra þar í landi og þá sérstaklega í Suðurríkjunum þar sem heilbrigðisstarfsmenn eru sagðir undir gífurlegu álagi. AP fréttaveitan segir að undir lok júnímánaðar hafi sjö daga meðaltal smitaðra í Bandaríkjunum verið um ellefu þúsund á dag. Nú sé það 107.143. Það tók Bandaríkin níu mánuði frá því faraldurinn hófst þar í landi að fara í hundrað þúsund smitaða á dag. Að þessu sinni tók það einungis sex vikur og það jafnvel þó rúmlega 70 prósent fullorðinna Bandaríkjamanna séu fullbólusettir. Sjö daga meðaltal þeirra sem deyja á dag hefur einnig aukist úr 270 fyrir tveimur vikum í tæplega fimm hundruð í gær. Dauðsföll eru mun færri en þau voru síðast þegar um hundrað þúsund greindust smitaðir á dag og er það rakið til bólusetninga. Innlögnum á sjúkrahús hefur fjölgað verulega og samkvæmt AP er skortur á sjúkrarými víða. Í Houston í Texas hefur þurft að flytja sjúklinga úr borginni og þar á meðal er einn sjúklingur sem var fluttur alla leið til Norður-Dakóta. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída.AP/Wilfredo Lee Hvergi fleiri á sjúkrahúsi en í Flórída Ástandið hefur versnað hratt í Flórída og eru innlagnir hvergi fleiri í Bandaríkjunum. Þar hefur Ron DeSantis, ríkisstjóri, neitað að grípa til hertra sóttvarnaraðgerða. Í gær samþykkti hann ný lög sem ætlað er að stöðva skólayfirvöld í ríkinu í því að koma á grímuskyldum í skólum. DeSantis brást reiður við spurningu blaðamanns í vikunni um grímur og börn og sakaði Joe Biden, forseta, um að bera ábyrgð á fjölgun smitaðra með dylgjum um að ólöglegir innflytjendur frá Suður-Ameríku séu að bera smit inn fyrir landamæri Bandaríkjanna. Auk DeSantis hefur Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, einnig haldið þessu fram. Sérfræðingar segja þá, og aðra íhaldsmenn, hafa rangt fyrir sér. Um sextán prósent þeirra sem komi yfir landamærin greinist með Covid-19 en þeir séu ekki að valda dreifingu veirunnar í Bandaríkjunum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúa endurbólusetningu viðkvæmra hópa Bandarísk sóttvarnayfirvöld undirbúa nú endurbólusetningu fólks með skerta ónæmiskerfisstarfsemi eins fljótt og hægt er. Kórónuveirusmitum fjölgar nú ört vestanhafs eins og víða annars staðar. 5. ágúst 2021 21:42 Bólusetning skilyrði fyrir ferðalögum til Bandaríkjanna Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að gera bólusetningu gegn Covid-19 að skilyrði fyrir flesta erlenda ferðalanga sem þangað koma. Ferðalög erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna eru enn verulega takmörkuð vegna faraldursins. 4. ágúst 2021 23:32 WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. 4. ágúst 2021 17:39 Einni og hálfri milljón manna skipað að halda sig heima vegna nítján smitaðra Íbúum borgarinnar Zhangjiajie í Kína hefur verið meinað að yfirgefa heimili sín vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Um 1,5 milljón manna búa í borginni sem er einni vinsæll ferðamannastaður. 4. ágúst 2021 14:45 Langvarandi Covid-19 fátítt meðal barna Börn og ungmenni virðast sjaldan þjást af langvarandi einkennum í kjölfar Covid-19, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar. Eldri börn eru almennt lengur veik en yngri börn. 4. ágúst 2021 08:14 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
AP fréttaveitan segir að undir lok júnímánaðar hafi sjö daga meðaltal smitaðra í Bandaríkjunum verið um ellefu þúsund á dag. Nú sé það 107.143. Það tók Bandaríkin níu mánuði frá því faraldurinn hófst þar í landi að fara í hundrað þúsund smitaða á dag. Að þessu sinni tók það einungis sex vikur og það jafnvel þó rúmlega 70 prósent fullorðinna Bandaríkjamanna séu fullbólusettir. Sjö daga meðaltal þeirra sem deyja á dag hefur einnig aukist úr 270 fyrir tveimur vikum í tæplega fimm hundruð í gær. Dauðsföll eru mun færri en þau voru síðast þegar um hundrað þúsund greindust smitaðir á dag og er það rakið til bólusetninga. Innlögnum á sjúkrahús hefur fjölgað verulega og samkvæmt AP er skortur á sjúkrarými víða. Í Houston í Texas hefur þurft að flytja sjúklinga úr borginni og þar á meðal er einn sjúklingur sem var fluttur alla leið til Norður-Dakóta. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída.AP/Wilfredo Lee Hvergi fleiri á sjúkrahúsi en í Flórída Ástandið hefur versnað hratt í Flórída og eru innlagnir hvergi fleiri í Bandaríkjunum. Þar hefur Ron DeSantis, ríkisstjóri, neitað að grípa til hertra sóttvarnaraðgerða. Í gær samþykkti hann ný lög sem ætlað er að stöðva skólayfirvöld í ríkinu í því að koma á grímuskyldum í skólum. DeSantis brást reiður við spurningu blaðamanns í vikunni um grímur og börn og sakaði Joe Biden, forseta, um að bera ábyrgð á fjölgun smitaðra með dylgjum um að ólöglegir innflytjendur frá Suður-Ameríku séu að bera smit inn fyrir landamæri Bandaríkjanna. Auk DeSantis hefur Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, einnig haldið þessu fram. Sérfræðingar segja þá, og aðra íhaldsmenn, hafa rangt fyrir sér. Um sextán prósent þeirra sem komi yfir landamærin greinist með Covid-19 en þeir séu ekki að valda dreifingu veirunnar í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúa endurbólusetningu viðkvæmra hópa Bandarísk sóttvarnayfirvöld undirbúa nú endurbólusetningu fólks með skerta ónæmiskerfisstarfsemi eins fljótt og hægt er. Kórónuveirusmitum fjölgar nú ört vestanhafs eins og víða annars staðar. 5. ágúst 2021 21:42 Bólusetning skilyrði fyrir ferðalögum til Bandaríkjanna Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að gera bólusetningu gegn Covid-19 að skilyrði fyrir flesta erlenda ferðalanga sem þangað koma. Ferðalög erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna eru enn verulega takmörkuð vegna faraldursins. 4. ágúst 2021 23:32 WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. 4. ágúst 2021 17:39 Einni og hálfri milljón manna skipað að halda sig heima vegna nítján smitaðra Íbúum borgarinnar Zhangjiajie í Kína hefur verið meinað að yfirgefa heimili sín vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Um 1,5 milljón manna búa í borginni sem er einni vinsæll ferðamannastaður. 4. ágúst 2021 14:45 Langvarandi Covid-19 fátítt meðal barna Börn og ungmenni virðast sjaldan þjást af langvarandi einkennum í kjölfar Covid-19, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar. Eldri börn eru almennt lengur veik en yngri börn. 4. ágúst 2021 08:14 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Undirbúa endurbólusetningu viðkvæmra hópa Bandarísk sóttvarnayfirvöld undirbúa nú endurbólusetningu fólks með skerta ónæmiskerfisstarfsemi eins fljótt og hægt er. Kórónuveirusmitum fjölgar nú ört vestanhafs eins og víða annars staðar. 5. ágúst 2021 21:42
Bólusetning skilyrði fyrir ferðalögum til Bandaríkjanna Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að gera bólusetningu gegn Covid-19 að skilyrði fyrir flesta erlenda ferðalanga sem þangað koma. Ferðalög erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna eru enn verulega takmörkuð vegna faraldursins. 4. ágúst 2021 23:32
WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. 4. ágúst 2021 17:39
Einni og hálfri milljón manna skipað að halda sig heima vegna nítján smitaðra Íbúum borgarinnar Zhangjiajie í Kína hefur verið meinað að yfirgefa heimili sín vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Um 1,5 milljón manna búa í borginni sem er einni vinsæll ferðamannastaður. 4. ágúst 2021 14:45
Langvarandi Covid-19 fátítt meðal barna Börn og ungmenni virðast sjaldan þjást af langvarandi einkennum í kjölfar Covid-19, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar. Eldri börn eru almennt lengur veik en yngri börn. 4. ágúst 2021 08:14