Úr ellefu í hundrað þúsund daglegra greininga á sex vikum Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2021 09:01 Óbólusettir íbúar Flórída bíða í röð eftir ða verða bólusettir. AP/Marta Lavandier Fleiri en hundrað þúsund manns greinast smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum á degi hverjum að meðaltali. Nýja kórónuveiran dreifist hratt meðal óbólusettra þar í landi og þá sérstaklega í Suðurríkjunum þar sem heilbrigðisstarfsmenn eru sagðir undir gífurlegu álagi. AP fréttaveitan segir að undir lok júnímánaðar hafi sjö daga meðaltal smitaðra í Bandaríkjunum verið um ellefu þúsund á dag. Nú sé það 107.143. Það tók Bandaríkin níu mánuði frá því faraldurinn hófst þar í landi að fara í hundrað þúsund smitaða á dag. Að þessu sinni tók það einungis sex vikur og það jafnvel þó rúmlega 70 prósent fullorðinna Bandaríkjamanna séu fullbólusettir. Sjö daga meðaltal þeirra sem deyja á dag hefur einnig aukist úr 270 fyrir tveimur vikum í tæplega fimm hundruð í gær. Dauðsföll eru mun færri en þau voru síðast þegar um hundrað þúsund greindust smitaðir á dag og er það rakið til bólusetninga. Innlögnum á sjúkrahús hefur fjölgað verulega og samkvæmt AP er skortur á sjúkrarými víða. Í Houston í Texas hefur þurft að flytja sjúklinga úr borginni og þar á meðal er einn sjúklingur sem var fluttur alla leið til Norður-Dakóta. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída.AP/Wilfredo Lee Hvergi fleiri á sjúkrahúsi en í Flórída Ástandið hefur versnað hratt í Flórída og eru innlagnir hvergi fleiri í Bandaríkjunum. Þar hefur Ron DeSantis, ríkisstjóri, neitað að grípa til hertra sóttvarnaraðgerða. Í gær samþykkti hann ný lög sem ætlað er að stöðva skólayfirvöld í ríkinu í því að koma á grímuskyldum í skólum. DeSantis brást reiður við spurningu blaðamanns í vikunni um grímur og börn og sakaði Joe Biden, forseta, um að bera ábyrgð á fjölgun smitaðra með dylgjum um að ólöglegir innflytjendur frá Suður-Ameríku séu að bera smit inn fyrir landamæri Bandaríkjanna. Auk DeSantis hefur Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, einnig haldið þessu fram. Sérfræðingar segja þá, og aðra íhaldsmenn, hafa rangt fyrir sér. Um sextán prósent þeirra sem komi yfir landamærin greinist með Covid-19 en þeir séu ekki að valda dreifingu veirunnar í Bandaríkjunum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúa endurbólusetningu viðkvæmra hópa Bandarísk sóttvarnayfirvöld undirbúa nú endurbólusetningu fólks með skerta ónæmiskerfisstarfsemi eins fljótt og hægt er. Kórónuveirusmitum fjölgar nú ört vestanhafs eins og víða annars staðar. 5. ágúst 2021 21:42 Bólusetning skilyrði fyrir ferðalögum til Bandaríkjanna Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að gera bólusetningu gegn Covid-19 að skilyrði fyrir flesta erlenda ferðalanga sem þangað koma. Ferðalög erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna eru enn verulega takmörkuð vegna faraldursins. 4. ágúst 2021 23:32 WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. 4. ágúst 2021 17:39 Einni og hálfri milljón manna skipað að halda sig heima vegna nítján smitaðra Íbúum borgarinnar Zhangjiajie í Kína hefur verið meinað að yfirgefa heimili sín vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Um 1,5 milljón manna búa í borginni sem er einni vinsæll ferðamannastaður. 4. ágúst 2021 14:45 Langvarandi Covid-19 fátítt meðal barna Börn og ungmenni virðast sjaldan þjást af langvarandi einkennum í kjölfar Covid-19, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar. Eldri börn eru almennt lengur veik en yngri börn. 4. ágúst 2021 08:14 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
AP fréttaveitan segir að undir lok júnímánaðar hafi sjö daga meðaltal smitaðra í Bandaríkjunum verið um ellefu þúsund á dag. Nú sé það 107.143. Það tók Bandaríkin níu mánuði frá því faraldurinn hófst þar í landi að fara í hundrað þúsund smitaða á dag. Að þessu sinni tók það einungis sex vikur og það jafnvel þó rúmlega 70 prósent fullorðinna Bandaríkjamanna séu fullbólusettir. Sjö daga meðaltal þeirra sem deyja á dag hefur einnig aukist úr 270 fyrir tveimur vikum í tæplega fimm hundruð í gær. Dauðsföll eru mun færri en þau voru síðast þegar um hundrað þúsund greindust smitaðir á dag og er það rakið til bólusetninga. Innlögnum á sjúkrahús hefur fjölgað verulega og samkvæmt AP er skortur á sjúkrarými víða. Í Houston í Texas hefur þurft að flytja sjúklinga úr borginni og þar á meðal er einn sjúklingur sem var fluttur alla leið til Norður-Dakóta. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída.AP/Wilfredo Lee Hvergi fleiri á sjúkrahúsi en í Flórída Ástandið hefur versnað hratt í Flórída og eru innlagnir hvergi fleiri í Bandaríkjunum. Þar hefur Ron DeSantis, ríkisstjóri, neitað að grípa til hertra sóttvarnaraðgerða. Í gær samþykkti hann ný lög sem ætlað er að stöðva skólayfirvöld í ríkinu í því að koma á grímuskyldum í skólum. DeSantis brást reiður við spurningu blaðamanns í vikunni um grímur og börn og sakaði Joe Biden, forseta, um að bera ábyrgð á fjölgun smitaðra með dylgjum um að ólöglegir innflytjendur frá Suður-Ameríku séu að bera smit inn fyrir landamæri Bandaríkjanna. Auk DeSantis hefur Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, einnig haldið þessu fram. Sérfræðingar segja þá, og aðra íhaldsmenn, hafa rangt fyrir sér. Um sextán prósent þeirra sem komi yfir landamærin greinist með Covid-19 en þeir séu ekki að valda dreifingu veirunnar í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúa endurbólusetningu viðkvæmra hópa Bandarísk sóttvarnayfirvöld undirbúa nú endurbólusetningu fólks með skerta ónæmiskerfisstarfsemi eins fljótt og hægt er. Kórónuveirusmitum fjölgar nú ört vestanhafs eins og víða annars staðar. 5. ágúst 2021 21:42 Bólusetning skilyrði fyrir ferðalögum til Bandaríkjanna Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að gera bólusetningu gegn Covid-19 að skilyrði fyrir flesta erlenda ferðalanga sem þangað koma. Ferðalög erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna eru enn verulega takmörkuð vegna faraldursins. 4. ágúst 2021 23:32 WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. 4. ágúst 2021 17:39 Einni og hálfri milljón manna skipað að halda sig heima vegna nítján smitaðra Íbúum borgarinnar Zhangjiajie í Kína hefur verið meinað að yfirgefa heimili sín vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Um 1,5 milljón manna búa í borginni sem er einni vinsæll ferðamannastaður. 4. ágúst 2021 14:45 Langvarandi Covid-19 fátítt meðal barna Börn og ungmenni virðast sjaldan þjást af langvarandi einkennum í kjölfar Covid-19, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar. Eldri börn eru almennt lengur veik en yngri börn. 4. ágúst 2021 08:14 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Undirbúa endurbólusetningu viðkvæmra hópa Bandarísk sóttvarnayfirvöld undirbúa nú endurbólusetningu fólks með skerta ónæmiskerfisstarfsemi eins fljótt og hægt er. Kórónuveirusmitum fjölgar nú ört vestanhafs eins og víða annars staðar. 5. ágúst 2021 21:42
Bólusetning skilyrði fyrir ferðalögum til Bandaríkjanna Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að gera bólusetningu gegn Covid-19 að skilyrði fyrir flesta erlenda ferðalanga sem þangað koma. Ferðalög erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna eru enn verulega takmörkuð vegna faraldursins. 4. ágúst 2021 23:32
WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. 4. ágúst 2021 17:39
Einni og hálfri milljón manna skipað að halda sig heima vegna nítján smitaðra Íbúum borgarinnar Zhangjiajie í Kína hefur verið meinað að yfirgefa heimili sín vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Um 1,5 milljón manna búa í borginni sem er einni vinsæll ferðamannastaður. 4. ágúst 2021 14:45
Langvarandi Covid-19 fátítt meðal barna Börn og ungmenni virðast sjaldan þjást af langvarandi einkennum í kjölfar Covid-19, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar. Eldri börn eru almennt lengur veik en yngri börn. 4. ágúst 2021 08:14
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent