WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2021 17:39 Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. AP/Christophe Ena Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. Lönd eins og Ísrael, Frakkland og Þýskaland hafa þegar byrjað að endurbólusetja fólk til að freista þess að styrkja ónæmi þess gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Fleiri lönd íhuga að fylgja í fótspor þeirra vegna uppgangs bráðsmitandi delta-afbrigðis veirunnar. Sóttvarnalæknir mælir með örvunarbólusetningu þeirra sem fengu einn skammt af Janssen-bóluefninu á Íslandi. Þá hefur öllum kennurum og starfsmönnum skóla sem voru bólusettir með Janssen verið boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), benti á að ríkari þjóðir heims hafi þegar gefið um hundrað skammta af bóluefni gegn Covid-19 fyrir hverja hundrað íbúa að meðaltali í dag. Snauðari þjóðir hafi á sama tíma aðeins gefið um 1,5 skammta fyrir hverja hundrað íbúa, fyrst og fremst vegna skorts á framboði á bóluefnum. Markmið WHO er að tryggja að í það minnsta 10% íbúa allra landa heims verði bólusett í haust. Í því skyni kallaði Ghebreyesus eftir því að endurbólusetningum yrði frestað þar til að minnsta kosti í lok september. Sérfræðingar WHO telja það ekki vísindalega sannað að endurbólusetning fólks sem hefur þegar fengið tvo skammta bóluefnis gagnist til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Á sama tíma hefur stofnunin bent á að því lengur sem veiran fær að breiðast út um heiminn því líklegri verði að ný afbrigði komi fram sem geti dregið heimsfaraldurinn á langinn. „Eins og við hefur séð með hverju nýja afbrigðinu sem kemur fram komumst við ekki út úr þessu nema að allur heimurinn komist út úr þessu saman. Með þeirri gríðarlegu misskiptingu sem ríkir í dreifingu bóluefna mun okkur einfaldlega ekki takast það,“ segir Bruce Aylward, sérstakur ráðgjafi Ghebreyesus. WHO hefur þó engin völd til þess að knýja þjóðir til þess að fara að tilmælum sínum. Margar þjóðir hafa hunsað tilmæli stofnunarinnar um að gefa fátækari þjóðum bóluefni og að auka framleiðslu þeirra í þróunarríkjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Lönd eins og Ísrael, Frakkland og Þýskaland hafa þegar byrjað að endurbólusetja fólk til að freista þess að styrkja ónæmi þess gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Fleiri lönd íhuga að fylgja í fótspor þeirra vegna uppgangs bráðsmitandi delta-afbrigðis veirunnar. Sóttvarnalæknir mælir með örvunarbólusetningu þeirra sem fengu einn skammt af Janssen-bóluefninu á Íslandi. Þá hefur öllum kennurum og starfsmönnum skóla sem voru bólusettir með Janssen verið boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), benti á að ríkari þjóðir heims hafi þegar gefið um hundrað skammta af bóluefni gegn Covid-19 fyrir hverja hundrað íbúa að meðaltali í dag. Snauðari þjóðir hafi á sama tíma aðeins gefið um 1,5 skammta fyrir hverja hundrað íbúa, fyrst og fremst vegna skorts á framboði á bóluefnum. Markmið WHO er að tryggja að í það minnsta 10% íbúa allra landa heims verði bólusett í haust. Í því skyni kallaði Ghebreyesus eftir því að endurbólusetningum yrði frestað þar til að minnsta kosti í lok september. Sérfræðingar WHO telja það ekki vísindalega sannað að endurbólusetning fólks sem hefur þegar fengið tvo skammta bóluefnis gagnist til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Á sama tíma hefur stofnunin bent á að því lengur sem veiran fær að breiðast út um heiminn því líklegri verði að ný afbrigði komi fram sem geti dregið heimsfaraldurinn á langinn. „Eins og við hefur séð með hverju nýja afbrigðinu sem kemur fram komumst við ekki út úr þessu nema að allur heimurinn komist út úr þessu saman. Með þeirri gríðarlegu misskiptingu sem ríkir í dreifingu bóluefna mun okkur einfaldlega ekki takast það,“ segir Bruce Aylward, sérstakur ráðgjafi Ghebreyesus. WHO hefur þó engin völd til þess að knýja þjóðir til þess að fara að tilmælum sínum. Margar þjóðir hafa hunsað tilmæli stofnunarinnar um að gefa fátækari þjóðum bóluefni og að auka framleiðslu þeirra í þróunarríkjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44