Dóttirin dó úr hungri á meðan mamman djammaði í sex daga Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2021 16:57 Verphy Kudi var átján ára gömul þegar hún skildi tuttugu mánaða gamla dóttur sína eftir heima í sex daga. Getty/Lögreglan í Sussex Ung bresk kona hefur verið dæmd til níu ára fangelsisvistar fyrir að yfirgefa tuttugu mánaða gamla dóttur sína í sex daga, á meðan hún hélt upp á átján ára afmæli sitt. Barnið dó úr inflúensu og hungri. Konan, sem heitir Verphy Kudi, fór úr íbúð sinni í Brighton í desember 2019. Þá fór hún til að skemmta sér í Lundúnum og Coventry í tilefni þess að hún átti afmæli. Fyrst fór hún til Lundúna með kærasta sínum og svo fór hún á nokkra tónleika á næstu dögum. Sex dögum eftir að hún fór frá dóttur sinni sneri hún aftur og þá var Asiah dáin. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Sussex var barnið flutt á sjúkrahús skömmu eftir að Kudi kom heim þar sem hún var lýst látin. Við fyrstu yfirheyrslu staðhæfði Kudi að hún hefði verið heima hjá sér, fyrir utan það að hún hafi farið stutta ferð til Lundúna. Rannsókn á líki Aisuh leiddi þó í ljós að hún hefði dáið vegna vanrækslu og staðfestu upptökur úr öryggismyndavél íbúðarhúss Kudi að hún hefði farið út þann fimmta desember og ekki snúið aftur fyrr en þann ellefta. Saksóknarar sögðu það sýna að Asiah hefði verið skilin eftir ein í fimm daga, 21 klukkustund og 58 mínútur. Í frétt Sky News segir að Kudi hafi játað manndráp og verið dæmd í fangelsi í dag. Við dómsuppkvaðningu sagði dómarinn óbærilegt að ímynda sér þjáningar barnsins hennar síðustu daga. „Þjáningar sem hún þurfti að þola svo þú gætir haldið upp á afmæli þitt og vina þinna sem áhyggjulaus táningur,“ sagði Christine Laing, dómarinn. Hún bætti við að þetta væri einstaklega erfitt mál fyrir alla þá sem að því hafa komið. Hins vegar ættu allir að vita að það að Kudi væri dæmd fyrir manndráp þýddi það ekki að hún hefði ekki ætlað sér að valda barni sínu dauða eða alvarlegan skaða. Bretland England Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Konan, sem heitir Verphy Kudi, fór úr íbúð sinni í Brighton í desember 2019. Þá fór hún til að skemmta sér í Lundúnum og Coventry í tilefni þess að hún átti afmæli. Fyrst fór hún til Lundúna með kærasta sínum og svo fór hún á nokkra tónleika á næstu dögum. Sex dögum eftir að hún fór frá dóttur sinni sneri hún aftur og þá var Asiah dáin. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Sussex var barnið flutt á sjúkrahús skömmu eftir að Kudi kom heim þar sem hún var lýst látin. Við fyrstu yfirheyrslu staðhæfði Kudi að hún hefði verið heima hjá sér, fyrir utan það að hún hafi farið stutta ferð til Lundúna. Rannsókn á líki Aisuh leiddi þó í ljós að hún hefði dáið vegna vanrækslu og staðfestu upptökur úr öryggismyndavél íbúðarhúss Kudi að hún hefði farið út þann fimmta desember og ekki snúið aftur fyrr en þann ellefta. Saksóknarar sögðu það sýna að Asiah hefði verið skilin eftir ein í fimm daga, 21 klukkustund og 58 mínútur. Í frétt Sky News segir að Kudi hafi játað manndráp og verið dæmd í fangelsi í dag. Við dómsuppkvaðningu sagði dómarinn óbærilegt að ímynda sér þjáningar barnsins hennar síðustu daga. „Þjáningar sem hún þurfti að þola svo þú gætir haldið upp á afmæli þitt og vina þinna sem áhyggjulaus táningur,“ sagði Christine Laing, dómarinn. Hún bætti við að þetta væri einstaklega erfitt mál fyrir alla þá sem að því hafa komið. Hins vegar ættu allir að vita að það að Kudi væri dæmd fyrir manndráp þýddi það ekki að hún hefði ekki ætlað sér að valda barni sínu dauða eða alvarlegan skaða.
Bretland England Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira