Íslenski boltinn

Leikirnir á Íslandi gerast ekki mikið stærri

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Tryggvi Hrafn Haraldsson missti af byrjun tímabilsins vegna meiðsla en stimplaði sig inn með sínu fyrsta marki fyrir Val í kvöld.
Tryggvi Hrafn Haraldsson missti af byrjun tímabilsins vegna meiðsla en stimplaði sig inn með sínu fyrsta marki fyrir Val í kvöld. Hafliði Breiðfjörð

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði sigurmark Vals í leiknum mikilvæga gegn KR í kvöld en hann er nýlega byrjaður að spila með liðinu eftir erfið meiðsli. Hann var að vonum sáttur í leikslok.

„Þetta gerist ekki mikið skemmtilegra en þetta og leikirnir á Íslandi gerast ekki mikið stærri. Bara geggjað að ná þremur punktum og ennþá skemmtilegra að skora sigurmarkið sjálfur.“ segir Tryggvi Hrafn sem skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Val í leik kvöldsins.

Tryggvi er í samkeppni við marga leikmenn á köntunum í liði Vals en hann lætur það ekki trufla sig.

„Þetta eru náttúrulega leikir sem maður vill byrja inná í en það eru líka 20 aðrir sem vilja gera það. Það er sterkt þegar þú ert að spila leiki í deildinni, Evrópu og í bikarnum að vera með stórann hóp. Þannig að maður bara reynir að mótivera sig, koma inn og gera eins vel og maður getur.“

Valur hefur verið á ágætis siglingu en hefur þó hikstað örlítið undanfarið.

„Mér lýst vel á framhaldið. Við þurftum aðeins að rífa okkur upp eftir úrslit síðustu leikja, auðvitað Evrópudeildin með í því en við þurftum nauðsynlega að vinna þennan leik í dag til þess að slíta okkur aðeins frá þessu.“ segir Tryggvi Hrafn.

Næsti leikur Vals er við nýliða Leiknis í Breiðholti á sunnudag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.