Íslenski boltinn

Sjáðu Hallgrím Mar greifa afgreiða Keflavík á Greifavellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hallgrímur Mar Steingrímsson fagnaði sigurmarki sínu með því að fara úr treyjunni og fékk að launum gult spjald frá Helga Mikael Jónassyni dómara.
Hallgrímur Mar Steingrímsson fagnaði sigurmarki sínu með því að fara úr treyjunni og fékk að launum gult spjald frá Helga Mikael Jónassyni dómara. Skjámynd/S2 Sport

KA-menn ætla ekki að gefa toppbaráttuna upp á bátinn og eru komnir upp í fjórða sæti Pepsi Max deildar karla eftir 2-1 sigur á Keflavík á Greifavellinum.

KA hefur nú unnið þrjá leiki í röð og er farið að vinna aftur heimaleiki sína eftir að hafa loksins komist inn á Greifavöllinn á ný.

KA maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson spilaði eins og greifi í leiknum og skoraði tvö frábær mörk. Báðar afgreiðslur Hallgríms voru í hæsta klassa og hann skoraði fyrst með hægri og svo með vinstri.

Hallgrímur Mar er nú kominn með átta mörk í deildinni og er einn af þeim markahæstu. Fyrir ofan hann er þó meðal annars Keflvíkingurinn Joey Gibbs sem skoraði mark Keflavíkur í gær úr vítaspyrnu.

Það má sjá mörkin úr leiknum hér fyrir neðan en þetta voru einu mörk kvöldsins því ekkert var skorað í markalausu jafntefli Fylkis og Leiknis í Árbænum.

Klippa: Mörkin úr leik KA og Keflavíkur 3. ágúst 2021Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.