Óskar Hrafn: Jason hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2021 22:01 Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í stórsigri Breiðabliks á Víkingi. vísir/hafliði breiðfjörð Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var virkilega sáttur eftir 4-0 sigurinn á Víkingi, bæði með úrslitin og spilamennskuna. Blikar byrjuðu leikinn þó ekkert sérstaklega vel en unnu sig síðan inn í hann og tóku öll völd á vellinum. „Mér fannst við vera frekar þungir í byrjun og taktlausir af einhverjum ástæðum. En svo náðum við takti og eftir það fannst mér bara eitt lið vera á vellinum. Ég er bara mjög ánægður með mína menn,“ sagði Óskar. Fyrir utan fyrstu mínútur leiksins fannst honum Blikar spila vel og var ekki sammála því að þeir hefðu sett í fyrsta gír eftir að hafa komist í 4-0. „Ég er bara mjög ánægður með þessa frammistöðu. Mér fannst við ekki lulla. Ég veit ekki hvað mælarnir segja en mér fannst við ná að halda býsna fínni orku í gegnum leikinn enda engin ástæða til að slaka á. Það má ekki gegn liði eins og Víkingi. Við reyndum að halda frumkvæðinu allan leikinn,“ sagði Óskar. „Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna og alla þá sem komu að þessum leik. Varamennirnir komu gríðarlega öflugir inn og þetta er frábært veganesti fyrir framhaldið.“ Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og var besti leikmaður vallarins. Þessi 22 ára Mosfellingur er nú orðinn markahæstur Blika í Pepsi Max-deildinni í sumar með sex mörk. „Ég sá hann fyrst þegar við spiluðum á móti Aftureldingu þegar ég var með Gróttu í 2. deildinni 2018. Þá var hann mjög erfiður viðureignar og hann hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa. Svo er hann líka eðaldrengur. Ég hafði trú á að hann gæti tekið þetta skref og hann hefur svo sannarlega sýnt að hann er klár,“ sagði Óskar. Breiðablik hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og Óskar er ánægður með sína menn. „Segir að það er góður taktur í liðinu. Við höfum reynt að einblína á það jákvæða og frammistöðuna og í undanförnum leikjum hefur hún verið góð. Og þegar frammistaðan er góð koma úrslitin yfirleitt. Mér fannst þessi leikur bara vera áframhald af þeim takti sem liðið hefur verið í og ég er gríðarlega stoltur af því,“ sagði Óskar að endingu. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
„Mér fannst við vera frekar þungir í byrjun og taktlausir af einhverjum ástæðum. En svo náðum við takti og eftir það fannst mér bara eitt lið vera á vellinum. Ég er bara mjög ánægður með mína menn,“ sagði Óskar. Fyrir utan fyrstu mínútur leiksins fannst honum Blikar spila vel og var ekki sammála því að þeir hefðu sett í fyrsta gír eftir að hafa komist í 4-0. „Ég er bara mjög ánægður með þessa frammistöðu. Mér fannst við ekki lulla. Ég veit ekki hvað mælarnir segja en mér fannst við ná að halda býsna fínni orku í gegnum leikinn enda engin ástæða til að slaka á. Það má ekki gegn liði eins og Víkingi. Við reyndum að halda frumkvæðinu allan leikinn,“ sagði Óskar. „Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna og alla þá sem komu að þessum leik. Varamennirnir komu gríðarlega öflugir inn og þetta er frábært veganesti fyrir framhaldið.“ Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og var besti leikmaður vallarins. Þessi 22 ára Mosfellingur er nú orðinn markahæstur Blika í Pepsi Max-deildinni í sumar með sex mörk. „Ég sá hann fyrst þegar við spiluðum á móti Aftureldingu þegar ég var með Gróttu í 2. deildinni 2018. Þá var hann mjög erfiður viðureignar og hann hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa. Svo er hann líka eðaldrengur. Ég hafði trú á að hann gæti tekið þetta skref og hann hefur svo sannarlega sýnt að hann er klár,“ sagði Óskar. Breiðablik hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og Óskar er ánægður með sína menn. „Segir að það er góður taktur í liðinu. Við höfum reynt að einblína á það jákvæða og frammistöðuna og í undanförnum leikjum hefur hún verið góð. Og þegar frammistaðan er góð koma úrslitin yfirleitt. Mér fannst þessi leikur bara vera áframhald af þeim takti sem liðið hefur verið í og ég er gríðarlega stoltur af því,“ sagði Óskar að endingu. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30