Veður

Úrkoman er komin austur

Árni Sæberg skrifar
Vætusamt verður á Norðaustur- og Austurlandi.
Vætusamt verður á Norðaustur- og Austurlandi. Veðurstofa Íslands

Norðan og norðaustanátt fimm til þrettán metrar á sekúndu ríkir í allan dag og á morgun með rigningu eða þokusúld með köflum, en samfelldari úrkomu norðaustantil. Þurrt og bjart verður suðvestanlands. Hiti verður á bilinu sex til sextán stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á fimmtudag verður norðlæg átt þrír til tíu metrar á sekúndu og bjart með köflum um landið sunnan- og vestanvert. Áfram verður dálítil væta á Norður- og Austurlandi, en styttir upp þar seinnipartinn. Hiti verður á bilinu 7 til tíu stig, hlýjast sunnalands.

Um verslunarmannahelgina stefnir í ágætisveður. Norðlæg eða breytileg átt verður og bjart með köflum. Stöku síðdegisskúrir verða sunnantil. Hiti verður á bilunu tíu til tuttugu stig, hlýjast á Suður- og Vesturlandi.

Á frídag verslunarmanna er útlit fyrir hæga breytilega átt, skýjað og lítlsháttar vætu en þurrt og bjart norðan heiða. Áfram verður hlýtt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×