Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin í flottustu frammistöðu KR-liðsins í allt sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar voru í stuði á móti Fylkismönnum í gærkvöldi.
KR-ingar voru í stuði á móti Fylkismönnum í gærkvöldi. Vísir/Hulda Margrét

KR-ingar komust upp í þriðja sæti Pepsi Max deildar karla eftir sannfærandi 4-0 sigur á Fylki í Vesturbænum í gærkvöldi en þetta var lokaleikur fjórtándu umferðarinnar.

KR-liðið gerði um leið næsta leik enn áhugaverðari en þar mæta þeir toppliði Vals og gætu þar minnkað forskot Íslandsmeistaranna í tvö stig með sigri.

Þetta var í fyrsta sinn í deildinni í sumar þar sem Vesturbæjarliðið skorar fjögur mörk en KR liðið er að komast í gang og hefur nú náð í tíu stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum.

Fjórir leikmenn KR liðsins komust á blað í gær en mörk liðsins skoruðu þeir Atli Sigurjónsson, Óskar Örn Hauksson, Kristján Flóki Finnbogason og Ægir Jarl Jónasson.

Mark Atla var einstaklega fallegt en það má sjá öll mörkin fjögur í myndbandinu hér fyrir neðan.

Klippa: Mörkin úr leik KR og FylkisFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.