David Winnie mætti á KR-völlinn í gærkvöldi og KR-liðið svaraði með stórleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 10:01 David Winnie í viðtalinu í KR útvarpinu í gær. Skjámynd/Útvarp KR á fésbókinni KR-ingar voru í miklu stuði í 4-0 sigri á Fylki í fjórtándu umferð Pepsi Max deildar karla í gærkvöldi. KR-liðið hafði aðeins unnið tvo af fyrstu sjö heimaleikjum sínum í deildinni í sumar en KR-ingar áttu allir sem einn stórleik í gær þar sem fjórir menn liðsins voru á skotskónum. Hvað gerðist? Einhver væri örugglega fljótur að benda á það að gamla hetjan David Winnie var mættur á KR-völlinn í fyrsta sinn í tvö ár. Skotinn Winnie hefur ekkert komið til landsins í kórónuveirufaraldrinum og viðurkenndi í viðtali við Hallgrím Indriðason hjá KR-útvarpinu að hafa ekkert fylgst með Vesturbæjarliðinu þann tíma. David Winnie átti eftirminnilega innkomu í KR-liðið 1998 og 1999. Fyrra sumarið endaði KR í öðru sæti og Winnie var kosinn leikmaður ársins en sumarið 1999 hjálpaði hann KR að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár eða frá 1968. Winnie batt saman vörn KR-liðsins sem vann tvöfalt sumarið 1999 og varð einnig Íslandsmeistari árið eftir þegar Winnie spilaði einnig með liðinu. Skotinn gerbreytti yfirbragði liðsins og það var athyglisvert að sjá KR-inga fara á kostum með hann í stúkunni í gær. David Winnie var líka í skemmtilegu viðtali við KR-útvarpið sem má horfa á með því að smella hér. Þar segir hann frá því að hann vinni nú sem lögmaður í London og sé aðallega að fást við mál tengdum íþróttum þar á meðal leikmenn og félög í ensku úrvalsdeildinni. Winnie fór meðal annars stutt yfir það hvað Brexit hefur skapað honum mikil vandræði en hann tók bara um andlitið þegar hann var spurður út í Brexit. Winnie talaði einnig um þörf KR-liðsins til að fá nýjan leikvang en lítið hefur breyst á vellinum síðan hann spilaði þar um aldarmótin. Winnie spáði leiknum 2-0 fyrir KR en hans menn gerðu enn betur og skoruðu fjögur mörk gegn engu. „Ég hef heyrt að liðið hafi verið í vandræðum hér í Frostaskjóli en vonandi breytist það í kvöld,“ sagði David Winnie og hann fékk heldur betur sýningu frá sínum mönnum í KR. Pepsi Max-deild karla KR Reykjavík Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
KR-liðið hafði aðeins unnið tvo af fyrstu sjö heimaleikjum sínum í deildinni í sumar en KR-ingar áttu allir sem einn stórleik í gær þar sem fjórir menn liðsins voru á skotskónum. Hvað gerðist? Einhver væri örugglega fljótur að benda á það að gamla hetjan David Winnie var mættur á KR-völlinn í fyrsta sinn í tvö ár. Skotinn Winnie hefur ekkert komið til landsins í kórónuveirufaraldrinum og viðurkenndi í viðtali við Hallgrím Indriðason hjá KR-útvarpinu að hafa ekkert fylgst með Vesturbæjarliðinu þann tíma. David Winnie átti eftirminnilega innkomu í KR-liðið 1998 og 1999. Fyrra sumarið endaði KR í öðru sæti og Winnie var kosinn leikmaður ársins en sumarið 1999 hjálpaði hann KR að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár eða frá 1968. Winnie batt saman vörn KR-liðsins sem vann tvöfalt sumarið 1999 og varð einnig Íslandsmeistari árið eftir þegar Winnie spilaði einnig með liðinu. Skotinn gerbreytti yfirbragði liðsins og það var athyglisvert að sjá KR-inga fara á kostum með hann í stúkunni í gær. David Winnie var líka í skemmtilegu viðtali við KR-útvarpið sem má horfa á með því að smella hér. Þar segir hann frá því að hann vinni nú sem lögmaður í London og sé aðallega að fást við mál tengdum íþróttum þar á meðal leikmenn og félög í ensku úrvalsdeildinni. Winnie fór meðal annars stutt yfir það hvað Brexit hefur skapað honum mikil vandræði en hann tók bara um andlitið þegar hann var spurður út í Brexit. Winnie talaði einnig um þörf KR-liðsins til að fá nýjan leikvang en lítið hefur breyst á vellinum síðan hann spilaði þar um aldarmótin. Winnie spáði leiknum 2-0 fyrir KR en hans menn gerðu enn betur og skoruðu fjögur mörk gegn engu. „Ég hef heyrt að liðið hafi verið í vandræðum hér í Frostaskjóli en vonandi breytist það í kvöld,“ sagði David Winnie og hann fékk heldur betur sýningu frá sínum mönnum í KR.
Pepsi Max-deild karla KR Reykjavík Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira