Íslenski boltinn

Rúnar: Heimavöllurinn skiptir gríðarlega miklu máli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga, var virkilega sáttur með framistöðu sinna manna í kvöld.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga, var virkilega sáttur með framistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var að vonum gríðarlega sáttur með 4-0 sigur sinna manna í kvöld gegn Fylkismönnum.

„Við spiluðum frábæran leik og erum ánægðir með frammistöðuna. Ég er ánægður með að skora meira en 1-2 mörk, við höfum verið að skora lítið í sumar. Það hafa verið leikir þar sem við erum í lykilstöðum, 1-0 eða 2-0 yfir og ekki náð að fylgja því eftir og yfirleitt fengið mark á okkur og komið okkur í vandræði. Nú náum við að koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og haldið áfram að spila þennan fína fótbolta sem við spiluðum í fyrri hálfleik. Við gáfum Fylki í rauninni aldrei færi á að minnka muninn og á sama tíma eigum við flott upphlaup, hraðar sóknir og skorum góð mörk þannig ég er einnig virkilega ánægður með seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikur var frábær, sérstaklega fyrsti hálftíminn en seinni hálfleikur var mjög flottur líka.“

KR-ingar hafa ekki náð að safna mikið af stigum á Meistaravöllum en þeir hafa gert virkilega vel í síðustu þrem heimaleikjum.

„Þetta er þriðji heimaleikurinn í röð, við höfum fengið sjö stig af níu mögulegum. Heimavöllurinn skiptir gríðarlega miklu máli og við höfum tapað alltof mikið af stigum hérna sem er munurinn á okkur og liðunum fyrir ofan okkur. Heimavöllurinn hefur ekki verið að gefa vel en hann er byrjaður að gefa aðeins núna. Við förum á útivöll næst og við erum ágætir þar líka þannig vonandi verðum við áfram sterkir, bæði hérna heima og úti. Þetta eru allt úrslitaleikir og við höfum verið að elta í allt sumar og erum enn að því en við gefumst ekki upp og ætlum að halda áfram. Næsti leikur getur skorið úr hvort við ætlum að vera með í toppbaráttunni eða hvort við hellumst úr lestinni og eigum ekki séns.“

Rúnar var spurður í lokin hvort hann ætli að bæta við hópinn áður en leikmannamarkaðurinn lokar.

„Við erum ánægðir með þennan hóp sem við erum með í dag þannig við ætlum ekki að bæta við okkur fleiri leikmönnum.“

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.