Rúnar: Heimavöllurinn skiptir gríðarlega miklu máli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júlí 2021 21:38 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga, var virkilega sáttur með framistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var að vonum gríðarlega sáttur með 4-0 sigur sinna manna í kvöld gegn Fylkismönnum. „Við spiluðum frábæran leik og erum ánægðir með frammistöðuna. Ég er ánægður með að skora meira en 1-2 mörk, við höfum verið að skora lítið í sumar. Það hafa verið leikir þar sem við erum í lykilstöðum, 1-0 eða 2-0 yfir og ekki náð að fylgja því eftir og yfirleitt fengið mark á okkur og komið okkur í vandræði. Nú náum við að koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og haldið áfram að spila þennan fína fótbolta sem við spiluðum í fyrri hálfleik. Við gáfum Fylki í rauninni aldrei færi á að minnka muninn og á sama tíma eigum við flott upphlaup, hraðar sóknir og skorum góð mörk þannig ég er einnig virkilega ánægður með seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikur var frábær, sérstaklega fyrsti hálftíminn en seinni hálfleikur var mjög flottur líka.“ KR-ingar hafa ekki náð að safna mikið af stigum á Meistaravöllum en þeir hafa gert virkilega vel í síðustu þrem heimaleikjum. „Þetta er þriðji heimaleikurinn í röð, við höfum fengið sjö stig af níu mögulegum. Heimavöllurinn skiptir gríðarlega miklu máli og við höfum tapað alltof mikið af stigum hérna sem er munurinn á okkur og liðunum fyrir ofan okkur. Heimavöllurinn hefur ekki verið að gefa vel en hann er byrjaður að gefa aðeins núna. Við förum á útivöll næst og við erum ágætir þar líka þannig vonandi verðum við áfram sterkir, bæði hérna heima og úti. Þetta eru allt úrslitaleikir og við höfum verið að elta í allt sumar og erum enn að því en við gefumst ekki upp og ætlum að halda áfram. Næsti leikur getur skorið úr hvort við ætlum að vera með í toppbaráttunni eða hvort við hellumst úr lestinni og eigum ekki séns.“ Rúnar var spurður í lokin hvort hann ætli að bæta við hópinn áður en leikmannamarkaðurinn lokar. „Við erum ánægðir með þennan hóp sem við erum með í dag þannig við ætlum ekki að bæta við okkur fleiri leikmönnum.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Fylkir 4-0 | KR-ingar ekki í neinum vandræðum á heimavelli KR-ingar lentu ekki í neinum vandræðum þegar Fylkismenn mættu í Vesturbæinn í kvöld. Lokatölur 4-0 sigur heimamanna og sigurinn lyftir KR-ingum upp í þriðja sæti Pepsi Max deildarinnar. 26. júlí 2021 21:09 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira
„Við spiluðum frábæran leik og erum ánægðir með frammistöðuna. Ég er ánægður með að skora meira en 1-2 mörk, við höfum verið að skora lítið í sumar. Það hafa verið leikir þar sem við erum í lykilstöðum, 1-0 eða 2-0 yfir og ekki náð að fylgja því eftir og yfirleitt fengið mark á okkur og komið okkur í vandræði. Nú náum við að koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og haldið áfram að spila þennan fína fótbolta sem við spiluðum í fyrri hálfleik. Við gáfum Fylki í rauninni aldrei færi á að minnka muninn og á sama tíma eigum við flott upphlaup, hraðar sóknir og skorum góð mörk þannig ég er einnig virkilega ánægður með seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikur var frábær, sérstaklega fyrsti hálftíminn en seinni hálfleikur var mjög flottur líka.“ KR-ingar hafa ekki náð að safna mikið af stigum á Meistaravöllum en þeir hafa gert virkilega vel í síðustu þrem heimaleikjum. „Þetta er þriðji heimaleikurinn í röð, við höfum fengið sjö stig af níu mögulegum. Heimavöllurinn skiptir gríðarlega miklu máli og við höfum tapað alltof mikið af stigum hérna sem er munurinn á okkur og liðunum fyrir ofan okkur. Heimavöllurinn hefur ekki verið að gefa vel en hann er byrjaður að gefa aðeins núna. Við förum á útivöll næst og við erum ágætir þar líka þannig vonandi verðum við áfram sterkir, bæði hérna heima og úti. Þetta eru allt úrslitaleikir og við höfum verið að elta í allt sumar og erum enn að því en við gefumst ekki upp og ætlum að halda áfram. Næsti leikur getur skorið úr hvort við ætlum að vera með í toppbaráttunni eða hvort við hellumst úr lestinni og eigum ekki séns.“ Rúnar var spurður í lokin hvort hann ætli að bæta við hópinn áður en leikmannamarkaðurinn lokar. „Við erum ánægðir með þennan hóp sem við erum með í dag þannig við ætlum ekki að bæta við okkur fleiri leikmönnum.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Fylkir 4-0 | KR-ingar ekki í neinum vandræðum á heimavelli KR-ingar lentu ekki í neinum vandræðum þegar Fylkismenn mættu í Vesturbæinn í kvöld. Lokatölur 4-0 sigur heimamanna og sigurinn lyftir KR-ingum upp í þriðja sæti Pepsi Max deildarinnar. 26. júlí 2021 21:09 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira
Leik lokið: KR - Fylkir 4-0 | KR-ingar ekki í neinum vandræðum á heimavelli KR-ingar lentu ekki í neinum vandræðum þegar Fylkismenn mættu í Vesturbæinn í kvöld. Lokatölur 4-0 sigur heimamanna og sigurinn lyftir KR-ingum upp í þriðja sæti Pepsi Max deildarinnar. 26. júlí 2021 21:09