Fjóla Hrund hafði betur gegn Þorsteini í oddvitakjörinu Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2021 17:50 Átök hafa verið um oddvitasætið á lista flokksins í Reykjavík suður. Samsett Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, bar sigur úr býtum í ráðgefandi oddvitakjöri flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og skákaði þar með Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni flokksins. Oddvitakjör Miðflokksfélags Reykjavíkurkjördæmis suður hófst í gær og lauk kosningu klukkan 17 í dag. Fjóla Hrund hlaut 58% atkvæða og Þorsteinn 42% atkvæða en þau gáfu ein kost á sér sem oddvitar listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum. Stjórn Miðflokksins í Reykjavík tók á dögunum ákvörðun um að boða til oddvitakjörs eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi þann 15. júlí. Tillagan gekk út á það að efsta sæti myndi Fjóla Hrund skipa í stað Þorsteins. Viðbrögðin komu flatt upp á forystu flokksins Samkvæmt heimildum Vísis brást Þorsteinn illa við þessum hugmyndum og gekk í að smala samherjum sínum á félagsfundinn. Var tillagan felld með 30 atkvæðum gegn fjórtán. Eftir því sem Vísir kemst næst stóð stjórn kjördæmafélagsins heilshugar að baki ákvörðun uppstillinganefndar en til þess er meðal annars litið að Þorsteinn sé kominn á eftirlaunaaldur og eigi rétt á biðlaunum frá Alþingi og/eða starf hjá umhverfisráðuneyti til sjötugs þar sem hann starfaði áður en hann fór á þing, kæri Þorsteinn sig um það. Viðbrögð Þorsteins komu flatt upp á forystu flokksins og hafa sett áform um að jafna kynjaskiptingu í uppnám; ráðgert var að þrjár konur skipi oddvitasæti flokksins fyrir komandi kosningar. Kjörsókn í oddvitakjörinu var 90%, að því er fram kemur í tilkynningu frá flokknum. Niðurstöðurnar hafa verið sendar til uppstillingarnefndar kjördæmisins sem mun leggja fram framboðslista til samþykktar á félagsfundi Miðflokksfélags Reykjavíkurkjördæmis suður næstkomandi mánudag. Kosið verður um listann bæði rafrænt og á fundinum sjálfum. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16. júlí 2021 14:36 Miðflokkurinn boðar oddvitakjör í Reykjavík Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag. 18. júlí 2021 11:45 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Oddvitakjör Miðflokksfélags Reykjavíkurkjördæmis suður hófst í gær og lauk kosningu klukkan 17 í dag. Fjóla Hrund hlaut 58% atkvæða og Þorsteinn 42% atkvæða en þau gáfu ein kost á sér sem oddvitar listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum. Stjórn Miðflokksins í Reykjavík tók á dögunum ákvörðun um að boða til oddvitakjörs eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi þann 15. júlí. Tillagan gekk út á það að efsta sæti myndi Fjóla Hrund skipa í stað Þorsteins. Viðbrögðin komu flatt upp á forystu flokksins Samkvæmt heimildum Vísis brást Þorsteinn illa við þessum hugmyndum og gekk í að smala samherjum sínum á félagsfundinn. Var tillagan felld með 30 atkvæðum gegn fjórtán. Eftir því sem Vísir kemst næst stóð stjórn kjördæmafélagsins heilshugar að baki ákvörðun uppstillinganefndar en til þess er meðal annars litið að Þorsteinn sé kominn á eftirlaunaaldur og eigi rétt á biðlaunum frá Alþingi og/eða starf hjá umhverfisráðuneyti til sjötugs þar sem hann starfaði áður en hann fór á þing, kæri Þorsteinn sig um það. Viðbrögð Þorsteins komu flatt upp á forystu flokksins og hafa sett áform um að jafna kynjaskiptingu í uppnám; ráðgert var að þrjár konur skipi oddvitasæti flokksins fyrir komandi kosningar. Kjörsókn í oddvitakjörinu var 90%, að því er fram kemur í tilkynningu frá flokknum. Niðurstöðurnar hafa verið sendar til uppstillingarnefndar kjördæmisins sem mun leggja fram framboðslista til samþykktar á félagsfundi Miðflokksfélags Reykjavíkurkjördæmis suður næstkomandi mánudag. Kosið verður um listann bæði rafrænt og á fundinum sjálfum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16. júlí 2021 14:36 Miðflokkurinn boðar oddvitakjör í Reykjavík Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag. 18. júlí 2021 11:45 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16. júlí 2021 14:36
Miðflokkurinn boðar oddvitakjör í Reykjavík Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag. 18. júlí 2021 11:45