Íslenski boltinn

Öðrum Lengjudeildarleik frestað vegna smits

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ekkert varð af leik Kórdrengja við Aftureldingu vegna smits innan raða þeirra fyrrnefndu.
Ekkert varð af leik Kórdrengja við Aftureldingu vegna smits innan raða þeirra fyrrnefndu. Vísir/Hulda Margrét

Leik Kórdrengja og Aftureldingar í Lengjudeild karla í fótbolta hefur verið frestað öðru sinni vegna smits í röðum Kórdrengja. Þetta er annar leikurinn á tveimur dögum sem fresta þarf í deildinni.

Leikur liðanna átti upprunalega að fara fram í gærkvöld en var frestað til 14:00 í dag þar sem upp kom smit hjá aðila nátengdum leikmanni Kórdrengja. Leikmenn voru sendir í skimun til ganga úr skugga um að enginn væri veikur.

Í dag kom í ljós að einn leikmaður Kórdrengja reyndist smitaður af veirunni og hefur leiknum því verið frestað um óákveðinn tíma.

Þetta er annar leikurinn sem þarf að fresta í sömu umferð Lengjudeildarinnar en leik Víkings frá Ólafsvík gegn Fram, sem átti að fara fram í gær, var frestað vegna smits innan raða Ólafsvíkinga sem sendi leikmenn liðsins í sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×