Þúsundir langþreyttra Ástrala mótmæltu skertu frelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2021 08:05 Mótmælandi handtekinn í miðborg Sydney í dag. AP/Mick Tsikas Þúsundir flykktust út á götur Sydney og annarra borga í Ástralíu í dag til að mótmæla takmörkunum á frelsi sínu vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkrir tugir fólks voru handteknir eftir að hafa brotist í gegnum lokanir lögreglu og hent plastflöskum og plöntum í átt að lögregluþjónum. AP greinir frá og segir mótmælendur hafa haldið á skiltum með áletrunum um frelsi og sannleikann. Lögregla var viðbúin mótmælunum, grá fyrir járnum auk þess sem óeirðarlögreglufólk stóð vaktina þar sem yfirvöld sögðu mótmælin óheimil. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Nýju Suður Wales kemur fram að lögreglan virði réttinn til friðsamlegra mótmæla og tjáningarfrelsis. Mótmælin hafi hins vegar brotið reglur settar í þágu heilsu fólks. „Forgangur lögreglunnar er alltaf öryggi samfélagsins í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Að neðan má sjá myndefni frá mótmælunum auk yfirlýsinga heilbrigðisráðherra í Nýju Suður Wales og Melbourne. Mótmælin koma í kjölfar áframhaldandi fjölgunar í Covid-19 tilfellum. 163 greindust með Covid-19 í Nýju Suður Wales undanfarinn sólarhring. Íbúum í Sydney og nágrenni hefur verið meinað að yfirgefa heimili sitt án gildrar ástæðu undanfarnar fjórar vikur. „Við búum í lýðræðisríki og alla jafna styð ég réttinn til að mótmæla. En í augnablikinu fjölgar smituðum gríðarlega og fólki finnst allt í lagi að fjölmenna og vera í návígi hvert við annað á mótmælum,“ sagði Brad Hazzard heilbrigðisráðherra í Nýju Suður Wales. Mounted police standing by. A line of officers just walked past with purpose, holding pepper spray. This could get ugly very quickly pic.twitter.com/7VcgjKCU88— Georgie Mitchell (@gmitch_news) July 24, 2021 Í Melbourne mættu þúsundir grímulausra mótmælenda í miðbæinn og kölluðu eftir frelsi. Kveikt var á blysum fyrir utan þinghús borgarinnar. Margir voru með skilti og á einu þeirra stóð: „Þetta snýst ekki um veiru heldur um ógnarhald ríkisstjórnarinnar á fólkinu í landinu.“ The anti-lockdown protest in Sydney is huge. People are spilling out of Victoria Park and onto Broadway. A lot of the cars traffic seems to be fellow anti-lockdown protesters pic.twitter.com/519sEyncCN— Zac Crellin (@zacrellin) July 24, 2021 Í gær höfðu 15,4% íbúa sextán ára og eldri fengið tvær sprautur með bóluefni gegn Covid-19. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
AP greinir frá og segir mótmælendur hafa haldið á skiltum með áletrunum um frelsi og sannleikann. Lögregla var viðbúin mótmælunum, grá fyrir járnum auk þess sem óeirðarlögreglufólk stóð vaktina þar sem yfirvöld sögðu mótmælin óheimil. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Nýju Suður Wales kemur fram að lögreglan virði réttinn til friðsamlegra mótmæla og tjáningarfrelsis. Mótmælin hafi hins vegar brotið reglur settar í þágu heilsu fólks. „Forgangur lögreglunnar er alltaf öryggi samfélagsins í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Að neðan má sjá myndefni frá mótmælunum auk yfirlýsinga heilbrigðisráðherra í Nýju Suður Wales og Melbourne. Mótmælin koma í kjölfar áframhaldandi fjölgunar í Covid-19 tilfellum. 163 greindust með Covid-19 í Nýju Suður Wales undanfarinn sólarhring. Íbúum í Sydney og nágrenni hefur verið meinað að yfirgefa heimili sitt án gildrar ástæðu undanfarnar fjórar vikur. „Við búum í lýðræðisríki og alla jafna styð ég réttinn til að mótmæla. En í augnablikinu fjölgar smituðum gríðarlega og fólki finnst allt í lagi að fjölmenna og vera í návígi hvert við annað á mótmælum,“ sagði Brad Hazzard heilbrigðisráðherra í Nýju Suður Wales. Mounted police standing by. A line of officers just walked past with purpose, holding pepper spray. This could get ugly very quickly pic.twitter.com/7VcgjKCU88— Georgie Mitchell (@gmitch_news) July 24, 2021 Í Melbourne mættu þúsundir grímulausra mótmælenda í miðbæinn og kölluðu eftir frelsi. Kveikt var á blysum fyrir utan þinghús borgarinnar. Margir voru með skilti og á einu þeirra stóð: „Þetta snýst ekki um veiru heldur um ógnarhald ríkisstjórnarinnar á fólkinu í landinu.“ The anti-lockdown protest in Sydney is huge. People are spilling out of Victoria Park and onto Broadway. A lot of the cars traffic seems to be fellow anti-lockdown protesters pic.twitter.com/519sEyncCN— Zac Crellin (@zacrellin) July 24, 2021 Í gær höfðu 15,4% íbúa sextán ára og eldri fengið tvær sprautur með bóluefni gegn Covid-19.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira