Einn alvarlega veikur undir sextugu í Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2021 15:09 Búið er að fullbólusetja meira en helming ísraelsku þjóðarinnar og er unnið að því að bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. EPA/ABIR SULTAN Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísað á upplýsingafundi í morgun til upplýsinga um fjölgun innlagna á sjúkrahús í Ísrael. Það gerði hann í tengslum við þá óvissu sem ríki varðandi fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hér á landi undanfarið og hvort þeir sem hafi verið bólusettir og smitist, veikist alvarlega. Óvissan snýr sérstaklega að eldra fólki og fólki með undirliggjandi sjúkdóma. Sjá einnig: Leggur til takmarkanir innanlands Síðasta sunnudag birtist frétt í Times of Israel þar sem fram kom 61 einstaklingur var á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Þar af var einungis einn sem var fullbólusettur og ekki orðinn sextíu ára gamall. Viðkomandi var á aldrinum 50 til 59. Enginn fullbólusettur einstaklingur undir fimmtugu var þá á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Fjórtán hinna alvarlegu veiku voru óbólusettir og undir fimmtugu. Tveir voru undir fertugu. Heilt yfir voru 6.598 með virk smit í Ísrael, 121 á sjúkrahúsi, 61 í alvarlegu ástandi og fjórtán í öndunarvél. Tuttugu hafa dáið vegna Covid-19 í þessum mánuði. Í dag eru 72 í alvarlegu ástandi en aldursdreifing þeirra liggur ekki fyrir. Sjá einnig: Vonar að gripið verði til aðgerða eins fljótt og hægt er Alvarlega veikum fjölgar Í grein Times of Israel er tekið fram að alvarlega veikum hafi fjölgað úr nítján í 121 á einum mánuði, með innreið Delta-afbrigðisins í Ísrael. Í janúar, þegar faraldurinn var hvað verstur, voru rúmlega þúsund alvarlega veikir. Sami miðli vísaði í dag í umfjöllun Channel 12 í Ísrael sem birt var í sjónvarpi þar í gærkvöldi. Þar kom fram að svo virðist sem að þeir sem veikist alvarlega séu útskrifaðir eftir skemmri tíma en þekktist í upphafi ársins. Tími alvarlega veikra á sjúkrahúsi hafi farið úr tíu til tólf dögum í um átta daga. Sjá einnig: Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Nýju tölurnar ná yfir styttra tímabil en þær fyrri en þykja samt til marks um að þeir sem veikist alvarlega, veikist ekki jafn alvarlega og í fyrri bylgjum. Veikir fá þriðja skammtinn Lang flestir eldri borgarar í Ísrael fengu tvo skammta af bóluefni Pfizer. Fyrr í þessum mánuði var svo byrjað að gefa fólki með undirliggjandi sjúkdóma þriðja skammtinn. Ekki stendur til að gefa öðrum hópum þriðja skammtinn og ráðamenn í Ísrael segja það vegna þess að virkni bóluefna sé mikil. Unnið er að því að bólusetja börn á aldrinum 12-15 ára í Ísrael. Tölur frá heilbrigðisráðuneyti Ísraels gefa í skyn að tveir skammtar af bóluefni Pfizer sé með um 64 prósenta virkni gegn smiti en veiti 93 prósenta vörn gegn alvarlegum veikindum. TOI segir sérfræðinga í Ísrael þó ósammála um trúverðugleika þessara ganga. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Óvissan snýr sérstaklega að eldra fólki og fólki með undirliggjandi sjúkdóma. Sjá einnig: Leggur til takmarkanir innanlands Síðasta sunnudag birtist frétt í Times of Israel þar sem fram kom 61 einstaklingur var á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Þar af var einungis einn sem var fullbólusettur og ekki orðinn sextíu ára gamall. Viðkomandi var á aldrinum 50 til 59. Enginn fullbólusettur einstaklingur undir fimmtugu var þá á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Fjórtán hinna alvarlegu veiku voru óbólusettir og undir fimmtugu. Tveir voru undir fertugu. Heilt yfir voru 6.598 með virk smit í Ísrael, 121 á sjúkrahúsi, 61 í alvarlegu ástandi og fjórtán í öndunarvél. Tuttugu hafa dáið vegna Covid-19 í þessum mánuði. Í dag eru 72 í alvarlegu ástandi en aldursdreifing þeirra liggur ekki fyrir. Sjá einnig: Vonar að gripið verði til aðgerða eins fljótt og hægt er Alvarlega veikum fjölgar Í grein Times of Israel er tekið fram að alvarlega veikum hafi fjölgað úr nítján í 121 á einum mánuði, með innreið Delta-afbrigðisins í Ísrael. Í janúar, þegar faraldurinn var hvað verstur, voru rúmlega þúsund alvarlega veikir. Sami miðli vísaði í dag í umfjöllun Channel 12 í Ísrael sem birt var í sjónvarpi þar í gærkvöldi. Þar kom fram að svo virðist sem að þeir sem veikist alvarlega séu útskrifaðir eftir skemmri tíma en þekktist í upphafi ársins. Tími alvarlega veikra á sjúkrahúsi hafi farið úr tíu til tólf dögum í um átta daga. Sjá einnig: Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Nýju tölurnar ná yfir styttra tímabil en þær fyrri en þykja samt til marks um að þeir sem veikist alvarlega, veikist ekki jafn alvarlega og í fyrri bylgjum. Veikir fá þriðja skammtinn Lang flestir eldri borgarar í Ísrael fengu tvo skammta af bóluefni Pfizer. Fyrr í þessum mánuði var svo byrjað að gefa fólki með undirliggjandi sjúkdóma þriðja skammtinn. Ekki stendur til að gefa öðrum hópum þriðja skammtinn og ráðamenn í Ísrael segja það vegna þess að virkni bóluefna sé mikil. Unnið er að því að bólusetja börn á aldrinum 12-15 ára í Ísrael. Tölur frá heilbrigðisráðuneyti Ísraels gefa í skyn að tveir skammtar af bóluefni Pfizer sé með um 64 prósenta virkni gegn smiti en veiti 93 prósenta vörn gegn alvarlegum veikindum. TOI segir sérfræðinga í Ísrael þó ósammála um trúverðugleika þessara ganga.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira