Leggur til takmarkanir innanlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 11:14 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir rannsóknir benda til að bólusettir smiti frá sér í minna mæli en aðrir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. Þórólfur segist ekki tilbúinn að ræða þær tillögur að sóttvarnaaðgerðum sem hann ætli að leggja til fyrr en ráðherrar hafi rætt þær. Íslendingar viti þó hvaða aðgerðir hafi virkað best hingað til og eðlilegt sé að nýta sér þá reynslu. „Persónubundnar sóttvarnir eru enn lykilinn í baráttunni við Covid-19 en þegar þær duga ekki til eins og við sjáum núna þurfa samfélagslegar aðgerðir einnig að koma ti sögunnar.“ „Ég held að það sé ljóst að eftir að slakað var á landamærum um síðustu mánaðamót hafa margir komið hingað inn með veiruna sem hefur hrundið af stað víðtækri útbreiðslu innanlands. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að fólk sé með vottorð á landamærum um bólusetningu eða vottorð um fyrri sýkingu,“ segir Þórólfur. Hann segir að þrátt fyrir mikla þátttöku í bólusetningum innanlands hafi veiran dreift mjög hratt úr sér. „Það bendir til þess að virkni bóluefnisins gegn smiti með Delta-afbrigðinu sé minni en vonast var til,“ segir Þórólfur. Sjá vísi að alvarlegri veikindum Það sem ekki sé ljóst á þessari stundu sé hvort smitin leiði til alvarlegra veikinda og að óvissan sé mest hvað varði eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Hann segir að yfirvofandi sé að þeir sjúklingar sem eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni séu að komast yfir á alvarlegra stig veikinda. „Þetta er fólk sem er heilbrigt í flestum tilfellum þannig að við vitum ekki hvað gerist þegar fólk með undirliggjandi vandamál og viðkvæmt fólk fer að fá í sig smit þrátt fyrir bólusetningu. Við erum líka að fá upplýsingar erlendis frá að spítalainnlagnir eru að aukast,“ segir Þórólfur. Það megi til dæmis sjá í Ísrael. „Þannig að við erum að fara inn í svona óvissu og það er að mínu mati skynsamlegra að grípa hart inn í og reyna að koma í veg fyrir þessi smit núna frekar en að bíða eftir að við fáum einhvern faraldur innlagna og þá er bara of seint í rassinn gripið til til að til að stoppa faraldurinn,“ segir Þórólfur. „Ég held að það sé skynsamlegri nálgun heldur en að láta þetta ganga yfir sig og ætla að grípa inn í síðar meir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 78 greindust innanlands í gær Í gær greindust 78 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 52 fullbólusettir og fimm hálfbólusettir. 59 voru utan sóttkvíar við greiningu. 22. júlí 2021 10:41 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Þórólfur segist ekki tilbúinn að ræða þær tillögur að sóttvarnaaðgerðum sem hann ætli að leggja til fyrr en ráðherrar hafi rætt þær. Íslendingar viti þó hvaða aðgerðir hafi virkað best hingað til og eðlilegt sé að nýta sér þá reynslu. „Persónubundnar sóttvarnir eru enn lykilinn í baráttunni við Covid-19 en þegar þær duga ekki til eins og við sjáum núna þurfa samfélagslegar aðgerðir einnig að koma ti sögunnar.“ „Ég held að það sé ljóst að eftir að slakað var á landamærum um síðustu mánaðamót hafa margir komið hingað inn með veiruna sem hefur hrundið af stað víðtækri útbreiðslu innanlands. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að fólk sé með vottorð á landamærum um bólusetningu eða vottorð um fyrri sýkingu,“ segir Þórólfur. Hann segir að þrátt fyrir mikla þátttöku í bólusetningum innanlands hafi veiran dreift mjög hratt úr sér. „Það bendir til þess að virkni bóluefnisins gegn smiti með Delta-afbrigðinu sé minni en vonast var til,“ segir Þórólfur. Sjá vísi að alvarlegri veikindum Það sem ekki sé ljóst á þessari stundu sé hvort smitin leiði til alvarlegra veikinda og að óvissan sé mest hvað varði eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Hann segir að yfirvofandi sé að þeir sjúklingar sem eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni séu að komast yfir á alvarlegra stig veikinda. „Þetta er fólk sem er heilbrigt í flestum tilfellum þannig að við vitum ekki hvað gerist þegar fólk með undirliggjandi vandamál og viðkvæmt fólk fer að fá í sig smit þrátt fyrir bólusetningu. Við erum líka að fá upplýsingar erlendis frá að spítalainnlagnir eru að aukast,“ segir Þórólfur. Það megi til dæmis sjá í Ísrael. „Þannig að við erum að fara inn í svona óvissu og það er að mínu mati skynsamlegra að grípa hart inn í og reyna að koma í veg fyrir þessi smit núna frekar en að bíða eftir að við fáum einhvern faraldur innlagna og þá er bara of seint í rassinn gripið til til að til að stoppa faraldurinn,“ segir Þórólfur. „Ég held að það sé skynsamlegri nálgun heldur en að láta þetta ganga yfir sig og ætla að grípa inn í síðar meir.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 78 greindust innanlands í gær Í gær greindust 78 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 52 fullbólusettir og fimm hálfbólusettir. 59 voru utan sóttkvíar við greiningu. 22. júlí 2021 10:41 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
78 greindust innanlands í gær Í gær greindust 78 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 52 fullbólusettir og fimm hálfbólusettir. 59 voru utan sóttkvíar við greiningu. 22. júlí 2021 10:41