Erlent

Ó­lík­legt að fleiri finnist á lífi eftir flóðin

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Minnst 170 hafa farist í flóðunum í Þýskalandi og þúsunda er enn saknað.
Minnst 170 hafa farist í flóðunum í Þýskalandi og þúsunda er enn saknað. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL

Björgunarsveitir í Þýskalandi telja ólíklegt að þær finni fleiri á lífi í rústum bæjanna sem urðu fyrir barðinu á flóðunum í Þýskalandi. Minnst 170 fórust í hamförunum í síðustu viku, sem eru þær verstu sem riðið hafa yfir landið í meira en hálfa öld. Hundruða er enn saknað.

„Við leitum enn týndra á meðan við hreinsum vegi og dælum vatni úr kjöllurum,“ sagði Sabine Lackner, yfirmaður björgunarsveita í Þýskalandi, í samtali við Redaktionsnetzwerk Deutschland.

Allir sem finnist nú hafi líklega ekki lifað náttúruhamfarirnar af.

Þess er vænst að þýsk yfirvöld muni kynna 200 milljóna evra, eða um 30 milljarða króna, björgunarpakka í dag samkvæmt frétt Reuters, sem hefur skjal þess efnis undir höndum.

Það mun bætast við 200 milljóna evra björgunarpakka sem sambandslöndin sextán hafa varið í að endurbyggja hús og skemmda innviði og til að hjálpa íbúum svæða sem hafa orðið illa úti í flóðunum.


Tengdar fréttir

„Þýska á vart orð yfir þær hörmungar sem riðið hafa yfir“

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, heimsótti í dag þýska þorpið Schuld, sem hefur orðið illa úti í flóðum sem riðið hafa yfir í landinu og víðar í vesturhluta Evrópu á síðustu dögum. Heildarfjöldi látinna er nú kominn yfir 180.

Látnum vegna flóðanna fjölgar enn

Minnst 170 hafa farist í flóðunum í Þýskalandi og Belgíu. Hundruða er enn saknað eða ekki hægt að koma í öruggt skjól enda hafa flóðin rústað vegum og brúm á svæðunum sem eru verst farin. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.