Segir það ekkert vafamál að veðuröfgar séu afleiðingar loftslagsbreytinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2021 14:46 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir það ljóst að auknar veðuröfgar séu afleiðingar loftslagsbreytinga. Myndin er samsett. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir auknar öfgar í veðurfari hafa færst verulega í aukana á þessari öld. Það sé ekkert vafamál að þessar breytingar á veðri séu afleiðingar loftslagsbreytinga. Öfgar í veðri hafi farið vaxandi á undanförnum áratugum og nefnir Einar til að mynda hitabylgju sem reið yfir Evrópu árið 2003. Síðan þá hafi veðuröfgar orðið tíðari og öfgameiri með hverju árinu sem líður. „Þetta hefur færst mjög í aukana á þessari öld. Hverjir muna ekki eftir hitabylgjunni sem var hér í Vestur-Evrópu árið 2003. Þá er talið að 15 þúsund manns hafi látist í Frakklandi, Spáni og Englandi vegna hita. Það var mest fullorðið fólk sem þoldi ekki þessa hita,“ sagði Einar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Aftur hafi hitabylgja af sama skala riðið yfir Evrópu árið 2006 og árið 2010 var mikil hitabylgja í Rússlandi og á austurströnd Bandaríkjanna að sögn Einars. „2013 var talað um reiða sumarið, „Angry summer,“ í Ástralíu þegar voru miklir hitar. 2015 þá létu þúsundir vegna mikilla hita í Indlandi og Pakistan snemma sumars, fyrir monsúntímann. Þar er fólk almennt ekki með lofkælingu,“ segir Einar. „Í Evrópu var langt fram á haust 2018 þurrkar og hitar í Evrópu. Einhverjir muna eftir skógareldum sem brunnu í Svíþjóð það sumar. Í Japan voru mikil skyndiflóð, ekki ólík þessum sem hafa verið í Þýskalandi núna að einkennum. Svo var mikil hitabylgja í kjölfarið.“ Hann rifjar upp að mikil hitabylgja hafi verið árið 2019 bæði austanhafs og vestan. „Þá voru líka mikil skyndiflóð í Andalúsíu um haustið. Og svo voru enn og aftur hitar í Ástralíu og miklir skógareldar sem voru mikið í fréttum um jólaleitið.“ „Svo árið 2020, í fyrrasumar, voru Síberíuhitar alveg út úr öllum kortum, og náðu frá Úralfjöllum alveg austur til Kyrrahafsins. Þá komst hitastigið upp í 38 stig fyrir norðan heimskautsbaug,“ segir Einar. Þetta sumar hafi hitarnir í Kaliforníu og norður með ströndinni upp til Bresku-Kólumbíu verið mest í fréttum. „Þar sem í bænum Lytton fór hitinn upp í 49,6 gráður og þar með var kanadíska hitametið slegið um heilar fimm gráður. Þetta er ekki eitthvað sem við getum sagt að sé bara tilviljun,“ segir Einar. Hann segir hitamælingar hafa staðið þarna yfir í rúma öld og ekkert af þessum toga hafi sést áður. Lytton brann til ösku tveimur dögum síðar. Þetta sé ekki einsdæmi þetta árið, 115 ára hitamet hefur verið slegið í Rússlandi og í Finnlandi mælist hitinn meiri en venjulega. „Þetta raðast svona upp og verður alltaf meira og meira ágengara hin síðari ár. Það er hægt að sýna fram á það tölfræðilega að þetta er engin tilviljun. Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta að þetta séu afleiðingar af loftslagsbreytingum,“ segir Einar. Loftslagsmál Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir í kapphlaupi við tímann: Hundruð enn saknað og keppst við að finna eftirlifendur Hundruð er enn saknað sem horfið hafa í flóðunum sem hafa riðið yfir vesturhluta Evrópu undanfarna daga. Meira en 150 hafa farist en björgunarsveitir vonast til þess að finna einhverja á lífi í rústunum sem vatnsflaumurinn hefur skilið eftir sig í Þýskalandi og Belgíu. 17. júlí 2021 08:18 Brugðist við neyðarástandi á Sahel-svæðinu í Afríku 25 milljónum króna verður varið til að bregðast við neyðarástandi á Sahel-svæðinu í Afríku. 15. júlí 2021 13:12 Fólk yfirgefur heimili sín vegna skógareldanna Miklir skógareldar brenna nú í vesturhluta Bandaríkjanna þar sem enn ein hitabylgjan slær nú met á fjölmörgum svæðum. 12. júlí 2021 06:51 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Öfgar í veðri hafi farið vaxandi á undanförnum áratugum og nefnir Einar til að mynda hitabylgju sem reið yfir Evrópu árið 2003. Síðan þá hafi veðuröfgar orðið tíðari og öfgameiri með hverju árinu sem líður. „Þetta hefur færst mjög í aukana á þessari öld. Hverjir muna ekki eftir hitabylgjunni sem var hér í Vestur-Evrópu árið 2003. Þá er talið að 15 þúsund manns hafi látist í Frakklandi, Spáni og Englandi vegna hita. Það var mest fullorðið fólk sem þoldi ekki þessa hita,“ sagði Einar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Aftur hafi hitabylgja af sama skala riðið yfir Evrópu árið 2006 og árið 2010 var mikil hitabylgja í Rússlandi og á austurströnd Bandaríkjanna að sögn Einars. „2013 var talað um reiða sumarið, „Angry summer,“ í Ástralíu þegar voru miklir hitar. 2015 þá létu þúsundir vegna mikilla hita í Indlandi og Pakistan snemma sumars, fyrir monsúntímann. Þar er fólk almennt ekki með lofkælingu,“ segir Einar. „Í Evrópu var langt fram á haust 2018 þurrkar og hitar í Evrópu. Einhverjir muna eftir skógareldum sem brunnu í Svíþjóð það sumar. Í Japan voru mikil skyndiflóð, ekki ólík þessum sem hafa verið í Þýskalandi núna að einkennum. Svo var mikil hitabylgja í kjölfarið.“ Hann rifjar upp að mikil hitabylgja hafi verið árið 2019 bæði austanhafs og vestan. „Þá voru líka mikil skyndiflóð í Andalúsíu um haustið. Og svo voru enn og aftur hitar í Ástralíu og miklir skógareldar sem voru mikið í fréttum um jólaleitið.“ „Svo árið 2020, í fyrrasumar, voru Síberíuhitar alveg út úr öllum kortum, og náðu frá Úralfjöllum alveg austur til Kyrrahafsins. Þá komst hitastigið upp í 38 stig fyrir norðan heimskautsbaug,“ segir Einar. Þetta sumar hafi hitarnir í Kaliforníu og norður með ströndinni upp til Bresku-Kólumbíu verið mest í fréttum. „Þar sem í bænum Lytton fór hitinn upp í 49,6 gráður og þar með var kanadíska hitametið slegið um heilar fimm gráður. Þetta er ekki eitthvað sem við getum sagt að sé bara tilviljun,“ segir Einar. Hann segir hitamælingar hafa staðið þarna yfir í rúma öld og ekkert af þessum toga hafi sést áður. Lytton brann til ösku tveimur dögum síðar. Þetta sé ekki einsdæmi þetta árið, 115 ára hitamet hefur verið slegið í Rússlandi og í Finnlandi mælist hitinn meiri en venjulega. „Þetta raðast svona upp og verður alltaf meira og meira ágengara hin síðari ár. Það er hægt að sýna fram á það tölfræðilega að þetta er engin tilviljun. Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta að þetta séu afleiðingar af loftslagsbreytingum,“ segir Einar.
Loftslagsmál Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir í kapphlaupi við tímann: Hundruð enn saknað og keppst við að finna eftirlifendur Hundruð er enn saknað sem horfið hafa í flóðunum sem hafa riðið yfir vesturhluta Evrópu undanfarna daga. Meira en 150 hafa farist en björgunarsveitir vonast til þess að finna einhverja á lífi í rústunum sem vatnsflaumurinn hefur skilið eftir sig í Þýskalandi og Belgíu. 17. júlí 2021 08:18 Brugðist við neyðarástandi á Sahel-svæðinu í Afríku 25 milljónum króna verður varið til að bregðast við neyðarástandi á Sahel-svæðinu í Afríku. 15. júlí 2021 13:12 Fólk yfirgefur heimili sín vegna skógareldanna Miklir skógareldar brenna nú í vesturhluta Bandaríkjanna þar sem enn ein hitabylgjan slær nú met á fjölmörgum svæðum. 12. júlí 2021 06:51 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Björgunarsveitir í kapphlaupi við tímann: Hundruð enn saknað og keppst við að finna eftirlifendur Hundruð er enn saknað sem horfið hafa í flóðunum sem hafa riðið yfir vesturhluta Evrópu undanfarna daga. Meira en 150 hafa farist en björgunarsveitir vonast til þess að finna einhverja á lífi í rústunum sem vatnsflaumurinn hefur skilið eftir sig í Þýskalandi og Belgíu. 17. júlí 2021 08:18
Brugðist við neyðarástandi á Sahel-svæðinu í Afríku 25 milljónum króna verður varið til að bregðast við neyðarástandi á Sahel-svæðinu í Afríku. 15. júlí 2021 13:12
Fólk yfirgefur heimili sín vegna skógareldanna Miklir skógareldar brenna nú í vesturhluta Bandaríkjanna þar sem enn ein hitabylgjan slær nú met á fjölmörgum svæðum. 12. júlí 2021 06:51
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent