Erlent

Látnum vegna flóðanna fjölgar enn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Enn er hundruða saknað.
Enn er hundruða saknað. Getty/Marius Becker

Minnst 170 hafa farist í flóðunum í Þýskalandi og Belgíu. Hundruða er enn saknað eða ekki hægt að koma í öruggt skjól enda hafa flóðin rústað vegum og brúm á svæðunum sem eru verst farin. 

143 hafa farist í flóðunum í Þýskalandi einu en þetta eru verstu náttúruhamfarir sem riðið hafa yfir Þýskaland í meira en hálfa öld. Ahrweiler hérað í Rínarlandi-Pfalz hefur orðið hvað verst úti en þar hafa 98 farist í flóðunum að

Enn er talsvert mikið af fólki sem björgunarsveitir hafa ekki náð sambandi við og komast ekki til sökum erfiðra aðstæðna. Síma- og netsamband hefur legið niðri í nokkra daga og vegir eru á floti. 

Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, heimsótti bæinn Erftstadt í Norðurrín-Vestfalíu í gær, en þar hafa 45 farist. 

„Við syrgjum með þeim sem hafa misst vini, félaga, fjölskyldumeðlimi,“ sagði hann í gær. „Örlög þeirra rífa hjörtu okkar í sundur.“

Hús í bænum Wassenberg voru rýmd á föstudag eftir að sífla brast fyrir ofan bæinn. Flytja þurfti um 700 íbúa úr bænum seint sama kvöld. Þá er enn talin hætta á að Steinbechtal stíflan í vesturhluta Þýskalands og voru 4.500 íbúar fluttir af heimilum sínum fyrir neðan stífluna. 

Angela Merkel Þýskalandskanslari mun heimsækja Rínaland-Pfalz í dag. 

Í Belgíu hafa 27 farist og 103 er enn saknað. Talið er að meirihluti þeirra sé þó enn á lífi en ekki náist í þá vegna rafmagnsleysis eða að þeir séu þegar komnir á spítalana en séu þar án skilríkja. 


Tengdar fréttir

Drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Þýskalandi

Myndband sem tekið er á dróna í bænum Erfstadt-Blessem í vesturhluta Þýskalands sýnir glögglega hversu mikil eyðilegging hefur orðið að völdum mikilla flóða eftir úrhellisrigningu á svæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×