„Þýska á vart orð yfir þær hörmungar sem riðið hafa yfir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2021 20:10 Merkel heimsótti þorpið Schuld og virti fyrir sér eyðilegginguna. Christof Stache/AP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, heimsótti í dag þýska þorpið Schuld, sem hefur orðið illa úti í flóðum sem riðið hafa yfir í landinu og víðar í vesturhluta Evrópu á síðustu dögum. Heildarfjöldi látinna er nú kominn yfir 180. Merkel fór um þorpið og skoðaði ónýtar byggingar og aðra innviði, og gekk um stræti þess, full af aur og ýmiskonar braki sem flóðin hafa hrifið með sér. Eftir heimsóknina sagðist Merkel hafa öðlast raunverulega sýn á það sem hún kallaði skuggalegt og fjarstæðukennt ástand. „Þetta er sláandi. Þýska á vart orð yfir þær hörmungar sem riðið hafa yfir,“ hefur AP-fréttaveitan eftir kanslaranum, sem sagði stjórnvöld ætla að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að svæðin sem flóðin hafa haft áhrif á geti rétt úr kútnum sem fyrst. Þá sagði hún að á miðvikudag stæði til að ríkisstjórn hennar myndi samþykkja að veita fé í neyðaraðstoð til handa íbúum svæðisins. Hún sagði Þýskalands blessunarlega hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að bregðast við hörmungunum, sem margir þjóðarleiðtogar og sérfræðingar segja stafa af loftslagsbreytingum, þó það hafi ekki enn verið staðfest með óyggjandi hætti. „Þýskaland er sterkt land og við getum boðið þessum náttúruöflum birginn ef litið er til styttri tíma, en einnig til lengri tíma, með ákvörðunum sem taka aukið tillit til náttúrunnar og loftslagsins en við höfum gert á undanförnum árum. Það verður einnig nauðsynlegt,“ sagði Merkel. Frá Bad Muenstereifel í vesturhluta Þýskalands.Oliver Berg/dpa via AP Þýskaland Náttúruhamfarir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Merkel fór um þorpið og skoðaði ónýtar byggingar og aðra innviði, og gekk um stræti þess, full af aur og ýmiskonar braki sem flóðin hafa hrifið með sér. Eftir heimsóknina sagðist Merkel hafa öðlast raunverulega sýn á það sem hún kallaði skuggalegt og fjarstæðukennt ástand. „Þetta er sláandi. Þýska á vart orð yfir þær hörmungar sem riðið hafa yfir,“ hefur AP-fréttaveitan eftir kanslaranum, sem sagði stjórnvöld ætla að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að svæðin sem flóðin hafa haft áhrif á geti rétt úr kútnum sem fyrst. Þá sagði hún að á miðvikudag stæði til að ríkisstjórn hennar myndi samþykkja að veita fé í neyðaraðstoð til handa íbúum svæðisins. Hún sagði Þýskalands blessunarlega hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að bregðast við hörmungunum, sem margir þjóðarleiðtogar og sérfræðingar segja stafa af loftslagsbreytingum, þó það hafi ekki enn verið staðfest með óyggjandi hætti. „Þýskaland er sterkt land og við getum boðið þessum náttúruöflum birginn ef litið er til styttri tíma, en einnig til lengri tíma, með ákvörðunum sem taka aukið tillit til náttúrunnar og loftslagsins en við höfum gert á undanförnum árum. Það verður einnig nauðsynlegt,“ sagði Merkel. Frá Bad Muenstereifel í vesturhluta Þýskalands.Oliver Berg/dpa via AP
Þýskaland Náttúruhamfarir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira