Sjáðu mörkin úr óvæntum sigri ÍA, fyrstu mörk sumarsins á Greifavelli, sigurmark Lennon og glæsimark Höskuldar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 08:30 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, skoraði glæsilegt mark gegn KR. Vísir/Hulda Margrét Hér að neðan má sjá mörkin úr síðustu fjórum leikjum Pepsi Max deildar karla. Á laugardag vann ÍA 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals, í gær vann KA 2-0 sigur á HK í fyrsta leik sumarsins á Greifavelli á Akureyri. FH lagði Fylki 1-0 í leik sem bauð upp á hvert dauðafærið á fætur öðru en á sama tíma gerðu KR og Breiðablik 1-1 jafntefli í Vesturbæ Reykjavíkur. Það verður að segjast að sigur botnliðs ÍA á Íslandsmeisturum Vals hafi verið einkar óvæntur en Valsmenn tróna á toppi deildarinnar um þessar mundir. Eftir markalausan fyrri hálfleik var Sebastian Hedlund fyrir því óláni að skora sjálfsmark er hann skallaði fyrirgjöf í eigið net snemma í síðari hálfleik. Johannes Vall er svo skráður fyrir öðru marki Vals en skot að marki fór þá í hann og í netið. Staðan því 2-0 en leikmenn ÍA ekki enn búnir að koma tuðrunni í netið af eigin sjálfsdáðum. Kaj Leo í Bartalsstovu minnkaði muninn með glæsimarki en nær komust gestirnir ekki og lokatölur því 2-1 ÍA í vil. Klippa: ÍA 2-1 Valur KA tók á móti HK á Greifavelli en fram að leik gærdagsins höfðu heimamenn leikið á Dalvík. Ásgeir Sigurgeirsson kom KA yfir eftir tæpan hálftíma er hann kláraði vel úr þröngu færi. Varnarleikur HK í markinu var ekki til útflutnings. Daníel Hafsteinsson gerði út um leikinn með glæsilegu skoti snemma í síðari hálfleik. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Klippa: KA 2-0 HK Steven Lennon tryggði FH 1-0 sigur á Fylki þar sem bæði lið fengu frábær færi til að skora. Heimamenn í FH bókstaflega óðu í færum í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma knettinum yfir línuna. Fylkir hefði svo getað tekið forystuna í síðari hálfleik en brást bogalistin. Lennon braut svo ísinn og tryggði FH ómetanlegan 1-0 sigur. Klippa: FH 1-0 Fylkir Að lokum mættust KR og Breiðablik í Vesturbænum. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Kjartan Henry Finnbogason með skalla af stuttu færi í upphafi síðari hálfleiks. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, jafnaði metin með góðu skoti úr aukaspyrnu og staðan því jöfn 1-1 um miðbik hálfleiksins. Fleiri urðu mörkin ekki og loks tókst Blikum að forðast tap gegn KR. Fyrir leikinn höfðu lærisveinar Rúnars Kristinssonar unnið sex leik í röð gegn þeim grænklæddu. Klippa: KR 1-1 Breiðablik Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Fylkir 1-0| Fyrsti sigur FH í deildinni síðan 17. maí FH unnu sinn fyrsta sigur síðan 17. maí. FH ingar fengu hvert dauðafærið á fætur öðru í fyrri hálfleik sem Aron Snær Friðriksson varði. Steven Lennon gerði fyrsta mark leiksins eftir tæplega 78 mínútna leik og mátti sjá að miklu fargi hafi verið létt af leikmönnum FH eftir að hafa farið illa með ansi mörg dauðafæri. 18. júlí 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í toppslagnum KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í stórleik 13. umferðar Pepsi Max-deildar karla á Meistaravöllum í kvöld. 18. júlí 2021 22:27 Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 2-0 | KA vann í fyrsta leik sínum á Akureyri KA-menn lögðu HK-inga að velli í 13.umferð Pepsi Max deildarinnar á Akureyri í dag. 18. júlí 2021 17:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-1 | Botnliðið vann toppliðið á Akranesi ÍA vann Val, 2-1, þegar botn- og topplið Pepsi Max-deildar karla áttust við á Akranesi í dag. Þetta var fyrsti sigur Skagamanna síðan 21. maí og gríðarlega mikilvægur fyrir þá. 17. júlí 2021 18:26 Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Á laugardag vann ÍA 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals, í gær vann KA 2-0 sigur á HK í fyrsta leik sumarsins á Greifavelli á Akureyri. FH lagði Fylki 1-0 í leik sem bauð upp á hvert dauðafærið á fætur öðru en á sama tíma gerðu KR og Breiðablik 1-1 jafntefli í Vesturbæ Reykjavíkur. Það verður að segjast að sigur botnliðs ÍA á Íslandsmeisturum Vals hafi verið einkar óvæntur en Valsmenn tróna á toppi deildarinnar um þessar mundir. Eftir markalausan fyrri hálfleik var Sebastian Hedlund fyrir því óláni að skora sjálfsmark er hann skallaði fyrirgjöf í eigið net snemma í síðari hálfleik. Johannes Vall er svo skráður fyrir öðru marki Vals en skot að marki fór þá í hann og í netið. Staðan því 2-0 en leikmenn ÍA ekki enn búnir að koma tuðrunni í netið af eigin sjálfsdáðum. Kaj Leo í Bartalsstovu minnkaði muninn með glæsimarki en nær komust gestirnir ekki og lokatölur því 2-1 ÍA í vil. Klippa: ÍA 2-1 Valur KA tók á móti HK á Greifavelli en fram að leik gærdagsins höfðu heimamenn leikið á Dalvík. Ásgeir Sigurgeirsson kom KA yfir eftir tæpan hálftíma er hann kláraði vel úr þröngu færi. Varnarleikur HK í markinu var ekki til útflutnings. Daníel Hafsteinsson gerði út um leikinn með glæsilegu skoti snemma í síðari hálfleik. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Klippa: KA 2-0 HK Steven Lennon tryggði FH 1-0 sigur á Fylki þar sem bæði lið fengu frábær færi til að skora. Heimamenn í FH bókstaflega óðu í færum í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma knettinum yfir línuna. Fylkir hefði svo getað tekið forystuna í síðari hálfleik en brást bogalistin. Lennon braut svo ísinn og tryggði FH ómetanlegan 1-0 sigur. Klippa: FH 1-0 Fylkir Að lokum mættust KR og Breiðablik í Vesturbænum. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Kjartan Henry Finnbogason með skalla af stuttu færi í upphafi síðari hálfleiks. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, jafnaði metin með góðu skoti úr aukaspyrnu og staðan því jöfn 1-1 um miðbik hálfleiksins. Fleiri urðu mörkin ekki og loks tókst Blikum að forðast tap gegn KR. Fyrir leikinn höfðu lærisveinar Rúnars Kristinssonar unnið sex leik í röð gegn þeim grænklæddu. Klippa: KR 1-1 Breiðablik Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Fylkir 1-0| Fyrsti sigur FH í deildinni síðan 17. maí FH unnu sinn fyrsta sigur síðan 17. maí. FH ingar fengu hvert dauðafærið á fætur öðru í fyrri hálfleik sem Aron Snær Friðriksson varði. Steven Lennon gerði fyrsta mark leiksins eftir tæplega 78 mínútna leik og mátti sjá að miklu fargi hafi verið létt af leikmönnum FH eftir að hafa farið illa með ansi mörg dauðafæri. 18. júlí 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í toppslagnum KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í stórleik 13. umferðar Pepsi Max-deildar karla á Meistaravöllum í kvöld. 18. júlí 2021 22:27 Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 2-0 | KA vann í fyrsta leik sínum á Akureyri KA-menn lögðu HK-inga að velli í 13.umferð Pepsi Max deildarinnar á Akureyri í dag. 18. júlí 2021 17:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-1 | Botnliðið vann toppliðið á Akranesi ÍA vann Val, 2-1, þegar botn- og topplið Pepsi Max-deildar karla áttust við á Akranesi í dag. Þetta var fyrsti sigur Skagamanna síðan 21. maí og gríðarlega mikilvægur fyrir þá. 17. júlí 2021 18:26 Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Fylkir 1-0| Fyrsti sigur FH í deildinni síðan 17. maí FH unnu sinn fyrsta sigur síðan 17. maí. FH ingar fengu hvert dauðafærið á fætur öðru í fyrri hálfleik sem Aron Snær Friðriksson varði. Steven Lennon gerði fyrsta mark leiksins eftir tæplega 78 mínútna leik og mátti sjá að miklu fargi hafi verið létt af leikmönnum FH eftir að hafa farið illa með ansi mörg dauðafæri. 18. júlí 2021 22:00
Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í toppslagnum KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í stórleik 13. umferðar Pepsi Max-deildar karla á Meistaravöllum í kvöld. 18. júlí 2021 22:27
Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 2-0 | KA vann í fyrsta leik sínum á Akureyri KA-menn lögðu HK-inga að velli í 13.umferð Pepsi Max deildarinnar á Akureyri í dag. 18. júlí 2021 17:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-1 | Botnliðið vann toppliðið á Akranesi ÍA vann Val, 2-1, þegar botn- og topplið Pepsi Max-deildar karla áttust við á Akranesi í dag. Þetta var fyrsti sigur Skagamanna síðan 21. maí og gríðarlega mikilvægur fyrir þá. 17. júlí 2021 18:26
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti