Enski boltinn

Solskjær hafði betur gegn Rooney

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney og Solskjær voru léttir fyrir leikinn.
Rooney og Solskjær voru léttir fyrir leikinn. Matthew Peters/Getty

Manchester United spilaði sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu er liðið vann 2-1 sigur á B-deildarliðinu Derby.

Wayne Rooney er við stjórnvölinn hjá Derby en hann tók við liðinu á síðustu leiktíð og bjargaði liðinu frá falli.

Tahith Chong kom United yfir á sautjándu mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik en eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik skoraði Facundo Pellistri.

Colin Kazim-Richards minnkaði muninn fyrir Derby er tuttugu mínútur voru eftir en nær komust heimamenn í Derby ekki og lokatölur 2-1.

Næsti leikur United á undirbúningstímabilinu er gegn QPR á laugardag en margir stjörnur United eru enn í sumarfríi eftir Evrópumótið.

Byrjunarlið United í leiknum í dag má sjá hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.