Íslenski boltinn

Sóknd­jarft lið fyrri um­ferðarinnar, Agla sú besta og von­leysis­lykt í Ár­bænum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fylkir er í bullandi fallbaráttu.
Fylkir er í bullandi fallbaráttu. Vísir/Bára Dröfn

Pepsi Max Mörkin gerðu upp fyrstu níu umferðirnar í Pespi Max deild kvenna í þætti sínum á fimmtudagskvöldið en þar var meðal annars valin besti leikmaðurinn.

Valdir voru ellefu bestu leikmennirnir hingað til og settir saman í sókndjarft 3-5-2 lið en spekingarnir voru hrifnir af liðinu.

„Þetta er rosalegt lið. Þú ert með mörk úr hverri einustu leikstöðu og nánast frá Amber,“ sagði Mist Rúnarsdóttir.

„Ég væri ekki til í að stilla upp á móti þessu liði,“ sagði þáttarstjórnandinn Helena Ólafsdóttir.

Agla María Albertsdóttir var svo valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar og Mist segir hún vel að því komin.

„Þó að Breiðabliksliðið hafi tekið smá yoyo dýfur þá hefur Agla María verið góð í þeim leikjum. Stöðug frammistaða.“

Einnig nefndu spekingarnir hvað hafi komið mest á óvart.

„Fylkir á neikvæðan hátt. Þær hafa ekki komist í gang. Maður bíður og bíður en það er vonleysislykt upp í Árbæ,“ sagði Mist.

„Valur og Breiðablik hafa tapað mörgum stigum. Maður hélt að þetta yrði bara innbyrðisleikurinn eins og í fyrra sem réði úrslitum,“ sagði Árni Freyr Guðnason.

Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Klippa: Pepsi Max mörkin - Lið fyrri umferðarinnar

Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×