Íslenski boltinn

Grindavík mistókst að klifra upp töfluna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigurbjörn Hreiðarsson er þjálfari Grindavíkur.
Sigurbjörn Hreiðarsson er þjálfari Grindavíkur. vísir/daníel

Grindavík og Þór gerðu 2-2 jafntefli í 12. umferð Lengjudeildar karla í dag er liðin mættust í Grindavík.

Birgir Ómar Hlynsson kom Þór yfir í fyrri hálfleik en fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik.

Jóhann Helgi Hannesson tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfeiks og gestirnir frá Akureyri í góðri stöðu.

Aron Jóhannsson minnkaði muninn á 70. mínútu og sex mínútum síðar jafnaði Sigurður Bjartur Hallsson metin.

Lokatölur 2-2. Grindavík er í fjórða sætinu með 20 stig, þremur stigum frá ÍBV í öðru sætinu, en Þór er í 7. sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.