Tugir hafa látist í flóðum í Þýskalandi og Belgíu Árni Sæberg skrifar 15. júlí 2021 21:34 Íbúar í Liege í Belgíu notuðu uppblásna báta þegar áin Meuse flæddi yfir bakka sína. AP Photo/Valentin Bianchi Minnst 58 hafa látist af völdum flóða í norðurhluta Þýskalands. Tala látinna í Belgíu er komin í sex. Fjölmargra er saknað í Vestur-Evrópu. Mikil úrkoma hefur valdið gríðarlegum flóðum í Vestur-Evrópu frá því í gær. Mest tjón hefur orðið í þýsku fylkjunum Norðurrín-Vestfalía og Rínarlandi-Pfalz. Fylkin eru á landamærum Þýskalands við Belgíu, Holland og Lúxemborg, en þar hafa flóðin einnig valdið miklu tjóni. Enn meiri úrkoma er í kortunum næstu daga og því sér ekki fyrir endan á flóðunum á svæðinu. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig ástandið var í þýsku borginni Hagen í gær. Þýski herinn hefur sent herdeildir á vettvang til að sinna björgunaraðgerðum í norður Þúskalandi. Minnst 850 hermenn taka þátt í aðgerðunum. Herinn hefur notað ellefu þyrlur til að bjarga fólki sem hefur flúið flóð upp á húsþök. Þýski fréttamiðillinn Deutsche Welle hefur eftir björgunaraðilum að björgunar- og hreinsistarf gæti tekið allt að nokkrum vikum. Laschet heimsótti Hagen í gær Armin Laschet, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu og arftaki Angelu Merkel sem leiðtogi Kristilegra Demókrata, heimsótti bæinn Hagen í gær. Bærinn hefur farið mjög illa í flóðunum. Armin Laschet hélt fjölmiðlafund á slökkvistöð í gær.AP Photo/Martin Meissner „Við munum standa við bakið á bæjum og þeim sem hafa orðið illa illa úti í flóðunum,“ sagði Laschet við fjölmiðla í gær. Laschet kenndi hlýnun jarðar um flóðin. „Við munum standa frammi fyrir svona atburðum aftur og aftur, og það þýðir að við verðum að hraða loftlagsaðgerðum á evrópskum, ríkisbundnum og alþjóðlegum vettvangi,“ sagði hann. Angela Merkel Þýskalandskanslari er í heimsókn til Bandaríkjanna en hún hefur þó lofað þýsku þjóðinni að ríkið muni hjálpa fórnarlömbum flóðanna. „Þið getið treyst á þá staðreynd að ríkið okkar, á alríkis-, svæðis- og samfélagsstigi, muni gera allt til að bjarga lífum, forðast hættu og lina þjáningu í þessum erfiðu aðstæðum,“ sagði hún. Mesta rigning í hundrað ár „Á sumum svæðum höfum við ekki séð aðra eins rigningu í hundrað ár,“ segir Andrea Friedrich, talsmaður þýsku veðurstofunnar, í samtali við CNN. „Sums staðar er úrkoma rúmlega tvöfalt meiri en venjulega og það hefur ollið flóðum og hruni húsa. Þýskaland Belgía Holland Lúxemborg Náttúruhamfarir Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sjá meira
Mikil úrkoma hefur valdið gríðarlegum flóðum í Vestur-Evrópu frá því í gær. Mest tjón hefur orðið í þýsku fylkjunum Norðurrín-Vestfalía og Rínarlandi-Pfalz. Fylkin eru á landamærum Þýskalands við Belgíu, Holland og Lúxemborg, en þar hafa flóðin einnig valdið miklu tjóni. Enn meiri úrkoma er í kortunum næstu daga og því sér ekki fyrir endan á flóðunum á svæðinu. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig ástandið var í þýsku borginni Hagen í gær. Þýski herinn hefur sent herdeildir á vettvang til að sinna björgunaraðgerðum í norður Þúskalandi. Minnst 850 hermenn taka þátt í aðgerðunum. Herinn hefur notað ellefu þyrlur til að bjarga fólki sem hefur flúið flóð upp á húsþök. Þýski fréttamiðillinn Deutsche Welle hefur eftir björgunaraðilum að björgunar- og hreinsistarf gæti tekið allt að nokkrum vikum. Laschet heimsótti Hagen í gær Armin Laschet, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu og arftaki Angelu Merkel sem leiðtogi Kristilegra Demókrata, heimsótti bæinn Hagen í gær. Bærinn hefur farið mjög illa í flóðunum. Armin Laschet hélt fjölmiðlafund á slökkvistöð í gær.AP Photo/Martin Meissner „Við munum standa við bakið á bæjum og þeim sem hafa orðið illa illa úti í flóðunum,“ sagði Laschet við fjölmiðla í gær. Laschet kenndi hlýnun jarðar um flóðin. „Við munum standa frammi fyrir svona atburðum aftur og aftur, og það þýðir að við verðum að hraða loftlagsaðgerðum á evrópskum, ríkisbundnum og alþjóðlegum vettvangi,“ sagði hann. Angela Merkel Þýskalandskanslari er í heimsókn til Bandaríkjanna en hún hefur þó lofað þýsku þjóðinni að ríkið muni hjálpa fórnarlömbum flóðanna. „Þið getið treyst á þá staðreynd að ríkið okkar, á alríkis-, svæðis- og samfélagsstigi, muni gera allt til að bjarga lífum, forðast hættu og lina þjáningu í þessum erfiðu aðstæðum,“ sagði hún. Mesta rigning í hundrað ár „Á sumum svæðum höfum við ekki séð aðra eins rigningu í hundrað ár,“ segir Andrea Friedrich, talsmaður þýsku veðurstofunnar, í samtali við CNN. „Sums staðar er úrkoma rúmlega tvöfalt meiri en venjulega og það hefur ollið flóðum og hruni húsa.
Þýskaland Belgía Holland Lúxemborg Náttúruhamfarir Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sjá meira