Eldgosið legið niðri frá því snemma í morgun Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2021 11:12 Svona leit eldgígurinn út klukkan ellefu í morgun á vefmyndavél Vísis. Vísir/Vefmyndavél Eldgosið í Fagradalsfjalli féll skyndilega niður laust fyrir klukkan fimm í morgun. Þetta sýna bæði vefmyndavélar og jarðskjálftamælar. „Þetta var líflegt í nótt en rétt fyrir klukkan fimm fór að draga úr þessu. Laust fyrir klukkan fimm féll óróinn bara niður,“ sagði Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Svona voru gosstrókarnir síðastliðinn laugardag.Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Sigþrúður segir að fram eftir nóttu hafi gosið verið mjög fallegt. Þótt engin virkni sjáist núna á yfirborði og ekkert sjáist slettast upp úr gígnum segir hún ekki ólíklegt að eitthvað hraunrennsli sé undir yfirborði. Miðað við sveiflurnar í eldgosinu undanfarnar þrjár vikur er óvarlegt að telja að því sé lokið. Síðasta goshlé, það lengsta til þessa, stóð yfir í fjóra sólarhringa, frá mánudagskvöldinu 5. júlí og fram á aðfararnótt laugardagsins 10. júlí. Óróarit frá jarðskjálftamæli á Fagradalsfjalli sýnir hvernig gosóróinn féll niður um fimmleytið í morgun. Gosvirknin hafði þá staðið yfir í fimm sólarhringa eftir fjögurra sólarhringa goshlé þar á undan.Veðurstofa Íslands Goshrinan sem hófst um síðustu helgi stóð því yfir í fimm sólarhringa. Hún einkenndist af reglulegum gospúlsum með miklum hraungusum á fimm til tíu mínútna fresti og virðist hraunrennslið að mestu hafa farið til austurs í Meradali. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af gosinu fyrir þremur dögum: Hér má sjá gríðarlega hraungusu eftir að gosið tók sig upp eftir stutt goshlé í lok júnímánaðar. Hér má sjá gíginn í beinni útsendingu á vefmyndavél Vísis: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Hraunið streymir niður í Meradali gegnum gat í gígnum Virkni eldgossins við Fagradalsfjall hefur haldist nokkurn veginn óbreytt síðan í gærnótt, þegar gosið hófst að nýju með fullum krafti eftir lengsta óróahlé til þessa. 11. júlí 2021 11:16 Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
„Þetta var líflegt í nótt en rétt fyrir klukkan fimm fór að draga úr þessu. Laust fyrir klukkan fimm féll óróinn bara niður,“ sagði Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Svona voru gosstrókarnir síðastliðinn laugardag.Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Sigþrúður segir að fram eftir nóttu hafi gosið verið mjög fallegt. Þótt engin virkni sjáist núna á yfirborði og ekkert sjáist slettast upp úr gígnum segir hún ekki ólíklegt að eitthvað hraunrennsli sé undir yfirborði. Miðað við sveiflurnar í eldgosinu undanfarnar þrjár vikur er óvarlegt að telja að því sé lokið. Síðasta goshlé, það lengsta til þessa, stóð yfir í fjóra sólarhringa, frá mánudagskvöldinu 5. júlí og fram á aðfararnótt laugardagsins 10. júlí. Óróarit frá jarðskjálftamæli á Fagradalsfjalli sýnir hvernig gosóróinn féll niður um fimmleytið í morgun. Gosvirknin hafði þá staðið yfir í fimm sólarhringa eftir fjögurra sólarhringa goshlé þar á undan.Veðurstofa Íslands Goshrinan sem hófst um síðustu helgi stóð því yfir í fimm sólarhringa. Hún einkenndist af reglulegum gospúlsum með miklum hraungusum á fimm til tíu mínútna fresti og virðist hraunrennslið að mestu hafa farið til austurs í Meradali. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af gosinu fyrir þremur dögum: Hér má sjá gríðarlega hraungusu eftir að gosið tók sig upp eftir stutt goshlé í lok júnímánaðar. Hér má sjá gíginn í beinni útsendingu á vefmyndavél Vísis:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Hraunið streymir niður í Meradali gegnum gat í gígnum Virkni eldgossins við Fagradalsfjall hefur haldist nokkurn veginn óbreytt síðan í gærnótt, þegar gosið hófst að nýju með fullum krafti eftir lengsta óróahlé til þessa. 11. júlí 2021 11:16 Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56
Hraunið streymir niður í Meradali gegnum gat í gígnum Virkni eldgossins við Fagradalsfjall hefur haldist nokkurn veginn óbreytt síðan í gærnótt, þegar gosið hófst að nýju með fullum krafti eftir lengsta óróahlé til þessa. 11. júlí 2021 11:16
Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11
Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21