Erlent

Minnst sau­tján látin eftir að hótel hrundi í Kína

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Björgunarfólk leitar hér að eftirlifendum hrunsins.
Björgunarfólk leitar hér að eftirlifendum hrunsins. Li Bo/Xinhua via AP

Sautján eru látnir hið minnsta eftir að hótel hrundi til grunna í kínversku borginni Suzhou í austurhluta landsins. Hótelið hrundi í fyrradag og eftir þrjátíu og sex tíma starf hefur björgunarsveitum tekist að finna tuttugu og þrjár manneskjur í rústunum og voru sex þeirra á lífi.

Bráðabirgðarannsókn hefur leitt í ljós að eigandi hótelsins hafði breytt því umtalsvert og er það talið hafa leitt til hrunsins. Í upphafi var húsið aðeins þrjár hæðir en eigandinn hafði bætt nokkrum hæðum ofan á það síðustu ár.

Ekki er talið að fleiri hafi verið í húsinu þegar það hrundi en slík mál hafa undanfarið komið upp í meiri mæli í Kína en áður, þar sem gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað síðustu áratugi.

Í fyrra fórust tuttugu og níu þegar hótel hrundi í Fujian héraði og leiddi rannsókn þá einnig í ljós alvarlega galla á byggingunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.