Íslenski boltinn

Pálmi skýtur alltaf í sama hornið og Sindri las hann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pálmi Rafn gerir sig klárann í að taka vítaspyrnu gegn Valsmönnum fyrr í sumar.
Pálmi Rafn gerir sig klárann í að taka vítaspyrnu gegn Valsmönnum fyrr í sumar. Mynd/Skjáskot

Síðastliðinn mánudag vann KR 1-0 sigur gegn Keflavík þar sem Arnþór Ingi Kristinsson skoraði eina mark leiksins. Pálmi Rafn Pálmason misnotaði víti fyrir KR-inga og Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Pepsi Max Stúkunni, er búinn að taka eftir ákveðnu mynstri í spyrnum Pálma.

Í þeim fjórum vítaspyrnum sem Pálmi hefur tekið í sumar hefur hann alltaf skotið á sama stað, niðri vinstra megin. 

Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflvíkinga, var greinilega líka búinn að taka eftir þessu mynstri og varði spyrnu Pálma.

„Mér fannst vera kominn tími á það að einhver markmaðurinn færi þarna niður í þetta horn því þetta er hornið hans Pálma,“ sagði Atli Viðar.

„Vissulega var spyrnan hjá Pálma ekkert sérstaklega góð, hún var hvorki föst, né neitt sérstaklega utarlega. En hann setur hann þarna niðri og Sindri hefur verið búinn að vinna heimavinnuna sína og áttar sig á þessu.“

Ásam Atla Viðari var Þorkell Máni í settinu og hann var hissa á Pálma að vera ekki búinn að átta sig sjálfur á því að hann skýtur alltaf í sama hornið.

„Það er kannski það sem kemur manni meira á óvart með Pálma, að hann hugsi ekki um að hann sé búinn að taka öll vítin í sama hornið. Sem framherji, að þú sért ekki að pæla í því að andstæðingurinn sé að lesa leikinn og spá í hvað þú gerir næst. Það kom mér á óvart að Pálmi velji fjórðu vítaspyrnuna í sama hornið.“

Umræðuna um vítaspyrnur Pálma má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Pálmahornið

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.