Arnar Gunnlaugsson: Fórum of mikið að spila þeirra leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2021 21:55 Arnar Gunnlaugsson hefði viljað taka öll stigin í kvöld. Vísir/Bára Víkingur Reykjavík gerði 0-0 jafntefli við HK í Kórnum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ósáttur í leikslok með að ná ekki að vinna en vildi þó virða stigið. „Ég veit það ekki, mér fannst við vera þokkalega góðir í fyrri hálfleik. Við fundum margar opnanir og fannst eins og við hefðum fengið góð færi en HK-ingar lokuðu vel á okkur í seinni hálfleik og voru augljóslega sáttir við stigið. Þeir voru samt alltaf hættulegir í skyndisóknum en þessi leikur fer ekkert í sögubækurnar. HK-menn voru baráttuglaðir og svo sannarlega að berjast fyrir lífi sínu og sýndu það vel í dag.“ sagði Arnar þegar hann var spurður hvort honum hafi fundist sitt lið eiga meira skilið en eitt stig úr leiknum. Arnar sagði í viðtali fyrir leik að hann vildi sækja á HK-inga með öðruvísi hraða á köntunum og byrjaði með marga miðjumenn í liðinu í dag. „Mér fannst fyrri hálfleikur fínn. Við vorum að finna mikið svæði í svokölluðum ‘pocket’ á milli hafsents og bakvarðar. Hinir þjálfarar eru klókir og sjá það og fylla upp í þau göt. Mér fannst í seinni hálfleik við ekki gera nægilega mikið til þess að verðskulda sigur, við fórum of mikið að spila þeirra leik í stað þess að einbeita okkur að okkar leik.“ sagði Arnar. Nikolaj Hansen var í mikill gæslu þeirra Martins Rauchenberg og Guðmundar Þórs Júlíussonar og náði ekki að nýtast Víkingsliðinu eins vel í dag og hann hefur gert. Víkingum gekk illa að breyta góðum sóknum í góð færi. „Við vorum með mikið af miðjumönnum inná í dag og mér fannst það hjálpa okkur mikið í fyrri hálfleik. Mér fannst HK vera í stökustu vandræðum í fyrri hálfleik. Svo í seinni vildi ég breyta aðeins til og fá ‘pjúra’ kantmenn í Adam og Loga en mér fannst þeir ekki fá boltann nægilega oft til þess að skapa usla. Leikurinn fjaraði út og jú ég tek alveg stigið, þetta er ágætis stig því þetta er erfiður heimavöllur. Grasið virkar fagur grænt en það er ‘bouncy’ og það pirrar leikmenn stundum. Eitt stig er fínt.“ sagði Arnar. Víkingar hafa verið í toppbaráttu allt tímabilið og gert vel að sækja stig af sterkum liðum en í síðustu þremur leikjum í deildinni hafa þeir einungis náð í fjögur stig gegn ÍA, HK og Leikni sem öll hafa verið í fallbaráttu. „Ef þú ætlar þér titilinn þá þarftu að vinna þessa leiki. Uppskera okkar á móti þessum fallbaráttuliðum hefur alls ekki verið nægilega góð og við vonum að það muni ekki bíta í rassgatið á okkur þegar stigin eru talin upp úr pokanum í lok tímabilsins.“ sagði Arnar að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum HK og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Kórnum í kvöld. Liðin í baráttu á sitthvorum enda töflunnar og bæði þurftu þau á þrem stigum að halda. 13. júlí 2021 21:21 Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
„Ég veit það ekki, mér fannst við vera þokkalega góðir í fyrri hálfleik. Við fundum margar opnanir og fannst eins og við hefðum fengið góð færi en HK-ingar lokuðu vel á okkur í seinni hálfleik og voru augljóslega sáttir við stigið. Þeir voru samt alltaf hættulegir í skyndisóknum en þessi leikur fer ekkert í sögubækurnar. HK-menn voru baráttuglaðir og svo sannarlega að berjast fyrir lífi sínu og sýndu það vel í dag.“ sagði Arnar þegar hann var spurður hvort honum hafi fundist sitt lið eiga meira skilið en eitt stig úr leiknum. Arnar sagði í viðtali fyrir leik að hann vildi sækja á HK-inga með öðruvísi hraða á köntunum og byrjaði með marga miðjumenn í liðinu í dag. „Mér fannst fyrri hálfleikur fínn. Við vorum að finna mikið svæði í svokölluðum ‘pocket’ á milli hafsents og bakvarðar. Hinir þjálfarar eru klókir og sjá það og fylla upp í þau göt. Mér fannst í seinni hálfleik við ekki gera nægilega mikið til þess að verðskulda sigur, við fórum of mikið að spila þeirra leik í stað þess að einbeita okkur að okkar leik.“ sagði Arnar. Nikolaj Hansen var í mikill gæslu þeirra Martins Rauchenberg og Guðmundar Þórs Júlíussonar og náði ekki að nýtast Víkingsliðinu eins vel í dag og hann hefur gert. Víkingum gekk illa að breyta góðum sóknum í góð færi. „Við vorum með mikið af miðjumönnum inná í dag og mér fannst það hjálpa okkur mikið í fyrri hálfleik. Mér fannst HK vera í stökustu vandræðum í fyrri hálfleik. Svo í seinni vildi ég breyta aðeins til og fá ‘pjúra’ kantmenn í Adam og Loga en mér fannst þeir ekki fá boltann nægilega oft til þess að skapa usla. Leikurinn fjaraði út og jú ég tek alveg stigið, þetta er ágætis stig því þetta er erfiður heimavöllur. Grasið virkar fagur grænt en það er ‘bouncy’ og það pirrar leikmenn stundum. Eitt stig er fínt.“ sagði Arnar. Víkingar hafa verið í toppbaráttu allt tímabilið og gert vel að sækja stig af sterkum liðum en í síðustu þremur leikjum í deildinni hafa þeir einungis náð í fjögur stig gegn ÍA, HK og Leikni sem öll hafa verið í fallbaráttu. „Ef þú ætlar þér titilinn þá þarftu að vinna þessa leiki. Uppskera okkar á móti þessum fallbaráttuliðum hefur alls ekki verið nægilega góð og við vonum að það muni ekki bíta í rassgatið á okkur þegar stigin eru talin upp úr pokanum í lok tímabilsins.“ sagði Arnar að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum HK og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Kórnum í kvöld. Liðin í baráttu á sitthvorum enda töflunnar og bæði þurftu þau á þrem stigum að halda. 13. júlí 2021 21:21 Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Leik lokið: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum HK og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Kórnum í kvöld. Liðin í baráttu á sitthvorum enda töflunnar og bæði þurftu þau á þrem stigum að halda. 13. júlí 2021 21:21