Íslenski boltinn

Ólafur Stígsson: Mjög sáttur við strákana

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ólafur Stígsson var ánægður með sína menn.
Ólafur Stígsson var ánægður með sína menn. Vísir/Daníel

Ólafur Stígsson, þjálfari Fylkis, var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld gegn KA eftir erfitt gengi undanfarið. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn færast fjær fallbaráttunni.

„Þetta var í rauninni bara skemmtilegur leikur með mikið af færum. Við vorum kannski heppnir þarna í lokin þegar þeir lágu vel á okkur en á móti kemur að við fengum ansi góðar stöður til þess að koma okkur í tveggja eða jafnvel þriggja marka forystu. Ég er samt bara mjög sáttur við strákana“

Fylkir stilltu upp mun lágvaxnara og kvikara liði en KA menn og það meðal annars skilaði sér í frábæru marki hjá Orra Hrafni sem var munurinn á liðunum þegar allt kom til alls.

„Mér fannst við koma okkur í mjög góðar stöður. Við lágum aðeins til baka og náðum mjög góðum hröðum áhlaupum á þá. Hefðu verið aðeins skynsamari á sumum mómentum þá hefðum við getað komist í þrjú núll. En eins og ég segi þá er þetta hörku KA lið með mjög sterka og hávaxna menn þarna aftast. Við vorum að mörgu leiti heppnir.“

Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis varð fertugur í dag. Hann var í byrjunarliðinu og lék um 70 mínútur.

„Helgi er ótrúlegur leikmaður. Frábær fyrir okkur og magnað að hann sé ennþá að spila. Gaman fyrir Pepsi Max deildina og líka gaman fyrir yngri iðkendur. Hann er þvílík fyrirmynd fyrir alla í klúbbnum.“

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.