Íslenski boltinn

Skoraði frá­bært mark í 100. leiknum sínum fyrir Breiða­blik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hildur Antonsdóttir skoraði glæsilegt mark í gær.
Hildur Antonsdóttir skoraði glæsilegt mark í gær. Vísir/Bára Dröfn

Hildur Antonsdóttir skoraði fjórða mark Breiðabliks í þægilegum 4-0 sigri á Fylki í gær. Þetta var leikur númer 100 í treyju Breiðablisk hjá þessum öfluga miðjumanni sem er að koma til baka eftir að hafa slitið krossbönd á síðustu leiktíð.

Miðjumaðurinn öflugi sleit krossbönd á síðustu leiktíð. Hildur er að snúa til baka og kom við sögu sínum öðrum leik á tímabilinu í gær. 

Eftir að hafa spilað síðustu þrjár mínúturnar í 3-2 sigri Blika á Þrótti Reykjavík þá kom hún inn af bekknum á 80. mínútu er Blikar voru 3-0 yfir gegn Fylki.

Í uppbótartíma leiksins fékk Hildur sendingu rétt fyrir utan teig Fylkis. Hún lék inn á teig og smellti boltanum með vinstri fæti niðri í hornið fjær. Frábær innkoma hjá Hildi sem var þarna að leika sinn 100. leik í treyju Breiðabliks.

Hér að neðan má sjá öll mörk Breiðabliks í leiknum í gær. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum og Taylor Marie Ziemer bætti við þriðja markinu áður en Hildur setti kremið á kökuna í uppbótartíma.

Klippa: Mörkin Breiðabliks gegn Fylki

Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.