Forseti Kúbu segir Bandaríkin ábyrg fyrir mótmælum Árni Sæberg skrifar 12. júlí 2021 23:31 Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin um alla Kúbu um helgina. EPA-EFE/Ernesto Mastrascusa Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun og sagði mótmælin sem hófust um helgina vera skipulagða aðför að kúbverskum stjórnvöldum. Þá sagði hann mótmælin studd af bandarískum yfirvöldum og keyrð áfram á samfélagsmiðlum. Mótmælin sem fara fram á Kúbu um þessar mundir eru þau stærstu sem orðið hafa á eyjunni í þrjá áratugi. Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. Kúbverjar eru margir orðnir langþreyttir á efnahagsástandinu í landinu auk þess sem kórónuveirufaraldurinn hefur gert illt verra en stjórnvöld eru sökuð um að nýta sér ástandið til að skerða frelsi einstaklingsins enn frekar. Forseti landsins hefur fordæmt mótmælin og kallað mótmælendur skammarlega afbrotamenn. Hann hefur sakað mótmælendur um að reyna að grafa undan „kommúnískri byltingu“ í landinu með ofbeldisfullum mótmælum. Aðstæður séu vissulega ekki með besta móti Forsetinn játaði að vandamál á borð við matarskort og rafmagnsleysi steðjuðu að Kúbverjum og sagði áhyggjur fólksins á rökum reistar. Hann kenndi bandarískum viðskiptaþvingunum þó um ástandið í landinu. Rogelio Polanco Fuentes, yfirmaður hugmyndafræðideildar Kommúnistaflokks Kúbu, segir mótmælin vera hluta af tilraunum bandarískra stjórnvalda til að búa til óstöðugleika og glundroða á Kúbu. Þá líkti hann mótmælunum við misheppnaða tilraun til valdaráns í Venesúela árið 2019 sem hann sagði einnig studda af Bandaríkjunum. Mótmælendur hafa hafnað öllum fullyrðingum forsetans og flokks hans um stuðning Bandaríkjanna við mótmælin. „Það sem er að gerast hérna er algjörlega sögulegt fyrir okkur, ég held að héðan verði ekki aftur snúið. Hlutirnir verða aldrei samir eftir þetta,“ segir Carolina Barrero, aðgerðasinni frá Havana. „Við erum að tala um mörg þúsund manns um alla eyjunna. Í hverjum smábæ voru mótmæli, algjörlega sjálfsprottin,“ bætir hún við. Heimsleiðtogar hafa tjáð sig um mótmælin Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur beðið ráðamenn á Kúbu að hlusta á skýr hróp þegna sinna um frelsi. „Kúbverska þjóðin er að fara fram á grundvallarmannréttindi með hugrökkum hætti,“ sagði forsetinn í tilkynningu í dag. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó hefur sagst vona eftir friðsælli lausn á vandanum í Kúbu. „Kúbverjar verða að ákveða lausnina sjálfir af því Kúba frjáls, sjálfstæð og sjálfráða þjóð — það má ekki vera nein afskiptastefna,“ bætti hann við. Þá hefur talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins varað við utanaðkomandi afskiptasemi sem væri ætlað að koma Kúbu úr jafnvægi. Kúba Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Mótmælin sem fara fram á Kúbu um þessar mundir eru þau stærstu sem orðið hafa á eyjunni í þrjá áratugi. Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. Kúbverjar eru margir orðnir langþreyttir á efnahagsástandinu í landinu auk þess sem kórónuveirufaraldurinn hefur gert illt verra en stjórnvöld eru sökuð um að nýta sér ástandið til að skerða frelsi einstaklingsins enn frekar. Forseti landsins hefur fordæmt mótmælin og kallað mótmælendur skammarlega afbrotamenn. Hann hefur sakað mótmælendur um að reyna að grafa undan „kommúnískri byltingu“ í landinu með ofbeldisfullum mótmælum. Aðstæður séu vissulega ekki með besta móti Forsetinn játaði að vandamál á borð við matarskort og rafmagnsleysi steðjuðu að Kúbverjum og sagði áhyggjur fólksins á rökum reistar. Hann kenndi bandarískum viðskiptaþvingunum þó um ástandið í landinu. Rogelio Polanco Fuentes, yfirmaður hugmyndafræðideildar Kommúnistaflokks Kúbu, segir mótmælin vera hluta af tilraunum bandarískra stjórnvalda til að búa til óstöðugleika og glundroða á Kúbu. Þá líkti hann mótmælunum við misheppnaða tilraun til valdaráns í Venesúela árið 2019 sem hann sagði einnig studda af Bandaríkjunum. Mótmælendur hafa hafnað öllum fullyrðingum forsetans og flokks hans um stuðning Bandaríkjanna við mótmælin. „Það sem er að gerast hérna er algjörlega sögulegt fyrir okkur, ég held að héðan verði ekki aftur snúið. Hlutirnir verða aldrei samir eftir þetta,“ segir Carolina Barrero, aðgerðasinni frá Havana. „Við erum að tala um mörg þúsund manns um alla eyjunna. Í hverjum smábæ voru mótmæli, algjörlega sjálfsprottin,“ bætir hún við. Heimsleiðtogar hafa tjáð sig um mótmælin Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur beðið ráðamenn á Kúbu að hlusta á skýr hróp þegna sinna um frelsi. „Kúbverska þjóðin er að fara fram á grundvallarmannréttindi með hugrökkum hætti,“ sagði forsetinn í tilkynningu í dag. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó hefur sagst vona eftir friðsælli lausn á vandanum í Kúbu. „Kúbverjar verða að ákveða lausnina sjálfir af því Kúba frjáls, sjálfstæð og sjálfráða þjóð — það má ekki vera nein afskiptastefna,“ bætti hann við. Þá hefur talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins varað við utanaðkomandi afskiptasemi sem væri ætlað að koma Kúbu úr jafnvægi.
Kúba Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59