Forseti Kúbu segir Bandaríkin ábyrg fyrir mótmælum Árni Sæberg skrifar 12. júlí 2021 23:31 Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin um alla Kúbu um helgina. EPA-EFE/Ernesto Mastrascusa Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun og sagði mótmælin sem hófust um helgina vera skipulagða aðför að kúbverskum stjórnvöldum. Þá sagði hann mótmælin studd af bandarískum yfirvöldum og keyrð áfram á samfélagsmiðlum. Mótmælin sem fara fram á Kúbu um þessar mundir eru þau stærstu sem orðið hafa á eyjunni í þrjá áratugi. Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. Kúbverjar eru margir orðnir langþreyttir á efnahagsástandinu í landinu auk þess sem kórónuveirufaraldurinn hefur gert illt verra en stjórnvöld eru sökuð um að nýta sér ástandið til að skerða frelsi einstaklingsins enn frekar. Forseti landsins hefur fordæmt mótmælin og kallað mótmælendur skammarlega afbrotamenn. Hann hefur sakað mótmælendur um að reyna að grafa undan „kommúnískri byltingu“ í landinu með ofbeldisfullum mótmælum. Aðstæður séu vissulega ekki með besta móti Forsetinn játaði að vandamál á borð við matarskort og rafmagnsleysi steðjuðu að Kúbverjum og sagði áhyggjur fólksins á rökum reistar. Hann kenndi bandarískum viðskiptaþvingunum þó um ástandið í landinu. Rogelio Polanco Fuentes, yfirmaður hugmyndafræðideildar Kommúnistaflokks Kúbu, segir mótmælin vera hluta af tilraunum bandarískra stjórnvalda til að búa til óstöðugleika og glundroða á Kúbu. Þá líkti hann mótmælunum við misheppnaða tilraun til valdaráns í Venesúela árið 2019 sem hann sagði einnig studda af Bandaríkjunum. Mótmælendur hafa hafnað öllum fullyrðingum forsetans og flokks hans um stuðning Bandaríkjanna við mótmælin. „Það sem er að gerast hérna er algjörlega sögulegt fyrir okkur, ég held að héðan verði ekki aftur snúið. Hlutirnir verða aldrei samir eftir þetta,“ segir Carolina Barrero, aðgerðasinni frá Havana. „Við erum að tala um mörg þúsund manns um alla eyjunna. Í hverjum smábæ voru mótmæli, algjörlega sjálfsprottin,“ bætir hún við. Heimsleiðtogar hafa tjáð sig um mótmælin Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur beðið ráðamenn á Kúbu að hlusta á skýr hróp þegna sinna um frelsi. „Kúbverska þjóðin er að fara fram á grundvallarmannréttindi með hugrökkum hætti,“ sagði forsetinn í tilkynningu í dag. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó hefur sagst vona eftir friðsælli lausn á vandanum í Kúbu. „Kúbverjar verða að ákveða lausnina sjálfir af því Kúba frjáls, sjálfstæð og sjálfráða þjóð — það má ekki vera nein afskiptastefna,“ bætti hann við. Þá hefur talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins varað við utanaðkomandi afskiptasemi sem væri ætlað að koma Kúbu úr jafnvægi. Kúba Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Mótmælin sem fara fram á Kúbu um þessar mundir eru þau stærstu sem orðið hafa á eyjunni í þrjá áratugi. Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. Kúbverjar eru margir orðnir langþreyttir á efnahagsástandinu í landinu auk þess sem kórónuveirufaraldurinn hefur gert illt verra en stjórnvöld eru sökuð um að nýta sér ástandið til að skerða frelsi einstaklingsins enn frekar. Forseti landsins hefur fordæmt mótmælin og kallað mótmælendur skammarlega afbrotamenn. Hann hefur sakað mótmælendur um að reyna að grafa undan „kommúnískri byltingu“ í landinu með ofbeldisfullum mótmælum. Aðstæður séu vissulega ekki með besta móti Forsetinn játaði að vandamál á borð við matarskort og rafmagnsleysi steðjuðu að Kúbverjum og sagði áhyggjur fólksins á rökum reistar. Hann kenndi bandarískum viðskiptaþvingunum þó um ástandið í landinu. Rogelio Polanco Fuentes, yfirmaður hugmyndafræðideildar Kommúnistaflokks Kúbu, segir mótmælin vera hluta af tilraunum bandarískra stjórnvalda til að búa til óstöðugleika og glundroða á Kúbu. Þá líkti hann mótmælunum við misheppnaða tilraun til valdaráns í Venesúela árið 2019 sem hann sagði einnig studda af Bandaríkjunum. Mótmælendur hafa hafnað öllum fullyrðingum forsetans og flokks hans um stuðning Bandaríkjanna við mótmælin. „Það sem er að gerast hérna er algjörlega sögulegt fyrir okkur, ég held að héðan verði ekki aftur snúið. Hlutirnir verða aldrei samir eftir þetta,“ segir Carolina Barrero, aðgerðasinni frá Havana. „Við erum að tala um mörg þúsund manns um alla eyjunna. Í hverjum smábæ voru mótmæli, algjörlega sjálfsprottin,“ bætir hún við. Heimsleiðtogar hafa tjáð sig um mótmælin Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur beðið ráðamenn á Kúbu að hlusta á skýr hróp þegna sinna um frelsi. „Kúbverska þjóðin er að fara fram á grundvallarmannréttindi með hugrökkum hætti,“ sagði forsetinn í tilkynningu í dag. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó hefur sagst vona eftir friðsælli lausn á vandanum í Kúbu. „Kúbverjar verða að ákveða lausnina sjálfir af því Kúba frjáls, sjálfstæð og sjálfráða þjóð — það má ekki vera nein afskiptastefna,“ bætti hann við. Þá hefur talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins varað við utanaðkomandi afskiptasemi sem væri ætlað að koma Kúbu úr jafnvægi.
Kúba Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59