Íslenski boltinn

„Sterkir karakterar verða til í mótlæti“

Andri Már Eggertsson skrifar
Jóhannes Karl var svekktur með tap kvöldsins
Jóhannes Karl var svekktur með tap kvöldsins Vísir/Hulda Margrét

ÍA tapaði 2-0 fyrir nýliðum Leiknis í kvöld. Leiknir voru heilt yfir betri aðilinn út á grasinu sem skilaði sér í tveimur mörkum og þremur stigum.Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var afar svekktur í leiks lok.

„Leiknir unnu leikinn verðskuldaðan sigur, þeir gerðu okkur erfitt fyrir í leiknum. Leiknir eru með góða sóknarmenn, við töluðum fyrir leik um hversu hættulegur Sævar Atli sé og við vorum í vandræðum með hann,“ sagði Jóhannes Karl.

Jóhannes var svekktur að hans menn fengu á sig mark heldur snemma í leiknum

„Það var kjaftshögg að fá á sig mark snemma því við ætluðum að loka betur á þá. Við gáfumst þó ekki upp en það vantaði mikið upp á, við vorum hreinlega hræddir.“

„Það getur verið dýrmæt í fótbolta að vinna einn á einn stöðuna sem við vorum lélegir í stóran hluta leiksins.“

ÍA eru í neðsta sæti deildarinnar með aðeins sex stig og vill Jóhannes Karl að sínir menn sýni karakter í mótlæti.

„Það gengur ekkert upp hjá okkur sem er svekkjandi, við erum í miklu mótlæti en í mótlæti stíga sterkir karakterar upp og mótast í mótlæti.“

„Það er hræðsla í mínu liði, það vantar grimmd við erum allt of varkárir í ákveðnum hlutum sem er hættulegt. Okkur finnst þetta hafa verið stöngin út tímabil en við förum ekki að væla og láta vorkenna okkur.“

Jóhannes Karl sagði að lokum að það væri enginn leikmaður á leið í ÍA í glugganum.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.