Íslenski boltinn

Ísak Andri á láni til ÍBV

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísak Andri [til hægri] mun spila með ÍBV það sem eftir lifir sumars.
Ísak Andri [til hægri] mun spila með ÍBV það sem eftir lifir sumars. Vísir/Hulda Margrét

Stjarnan hefur ákveðið að senda hinn unga Ísak Andra Sigurgeirsson á láni til ÍBV sem leikur í Lengjudeildinni.

Ísak Andri kom með hvelli inn í lið Stjörnunnar í fyrra er hann skoraði sigurmark liðsins gegn Fylki gegn 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Tók hann þátt í sjö leikjum hjá Stjörnunni á síðustu leiktíð.

Ísak Andri hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum Stjörnunnar það sem af er tímabili. Liðið situr sem stendur í 7. sæti deildarinnar með 13 stig að loknum 12 leikjum.

Eftir erfiða byrjun er ÍBV komið upp í 2. sætið með tveimur stigum meira en Kórdrengir og Grindavík. Eyjamenn með 22 stig en liðin þar fyrir neðan með 19 stig.

ÍBV heimsækir topplið Fram á fimmtudaginn, 15. júlí. Fram trónir á toppi deildarinnar með 31 stig án þess að tapa leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×