Íslenski boltinn

KR með fjögurra stiga forskot á toppnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði seinna mark KR-inga.
Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði seinna mark KR-inga. vísir/daníel

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag. KR vann 2-0 sigur gegn grönnum sínum í Gróttu og eru nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Grindavík og Víkingur skiptu stigunum á milli sín, sem og ÍA og Haukar.

KR-ingar komust yfir á 47.mínútu þegar Diljá Mjöll Aronsdóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Sex mínútum síðar kom Guðmunda Brynja Óladóttir KR-ingum í 2-0, og þar við sat.

KR er nú með 22 stig eftir níu leiki. Afturelding og FH hafa bæði 18 stig, en hafa spilað einum leik minna. Grótta er enn í sjötta sæti með tíu stig.

Botnlið Grindavíkur náði í eitt stig gegn Víkingi Reykjavík þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í Grindavík. Víkingur er í fjórða sæti með 12 stig, en Grindvíkingar eru nú jafnir Augnablik í næst neðsta sæti með fimm stig.

Þá gerðu ÍA og Haukar markalaust jafnteflu úti á Skaga. ÍA er í sjöunda sæti með tíu stig, en Haukar í því fimmta með einu stigi meira.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.