Enski boltinn

Giroud á leið til AC Milan

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Olivier Giroud er á leið til Ítalíu.
Olivier Giroud er á leið til Ítalíu. Cristi Preda/DeFodi Images via Getty Images

Olivier Giroud er á leið til AC Milan á Ítalíu samkvæmt heimildum Sky þar í landi. Giroud er 34 ára framherji sem hefur spilað með Chelsea frá árinu 2018.

Kaupverðið er sagt vera ein milljón evra, en önnur milljón gæti bæst við í árangurstengdar tekjur.

Þessi franski framherji hefur skorað 39 mörk í 119 leikjum fyrir Chelsea, en þar áður skoraði hann 105 mörk í 253 leikjum fyrir nágranna þeirra í Arsenal.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.