Erlent

Skaut golfþjálfara með tvo látna á pallinum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Siller var golfþjálfari og starfsmaður klúbbsins.
Siller var golfþjálfari og starfsmaður klúbbsins. Pinetree Country Club

Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum leitar nú einstaklings sem skaut golfþjálfarann Gene Siller til bana á golfvelli norður af borginni á laugardag. Viðkomandi er einnig grunaður um að hafa orðið tveimur öðrum að bana.

Lögregla fann Siller á 10. holu Pinetree golfklúbbsins í Kennesaw eftir að tilkynning barst um að maður hefði verið skotinn á vellinum. Siller reyndist með skotsár á höfði og var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Siller hafði sjálfur farið að athuga hvað var um að vera þegar pallbíl var ekið inn á flötina, að sögn sjónarvotta. Ökumaður bifreiðarinnar flúði af vettvangi eftir að hafa skotið hinn 41 árs tveggja barna föður í höfuðið.

Þegar lögregla mætti á vettvang fann hún lík tveggja karlmanna á pallinum. Báðir virtust hafa verið skotnir til bana. Annar þeirra reyndist vera Paul Pierson, eigandi bifreiðarinnar, en enn hefur ekki tekist að bera kennsl á hinn.

Siller var starfsmaður Pinetree-klúbbsins og félagsmaður í PGA of America.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×