Takmarkanir repúblikana á kosningum fá grænt ljós Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2021 15:36 Kjörseðlar í forseta- og þingkosningunum í Arizona í nóvember. Lögin sem deilt var um í Hæstarétti voru í gildi þá og verða það áfram. AP/Matt York Hæstiréttur Bandaríkjanna lagði blessun sína yfir strangari reglur um kosningar sem repúblikanar í Arizona samþykktu árið 2016 í dag. Lögin voru talin koma sérstaklega niður á minnihlutahópum sem eru líklegri til þess að kjósa demókrata. Dómurinn í dag er talinn auðvelda repúblikönum að koma í gegn ýmsum takmörkunum á framkvæmd kosninga í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þeir hafa þegar samþykkt lög eða lagt fram frumvörp um það í tugum ríkja. Þeir hafa vísað til lyga Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um stórfelld kosningasvik í forsetakosningunum í nóvember sem rök fyrir nauðsyn takmarkananna. Sex íhaldsmennirnir sem sitja í hæstarétti staðfestu lögin en þrír frjálslyndir dómarar skiluðu minnihlutaáliti. Með dómnum sneri rétturinn við niðurstöðu áfrýjunardómstóls í San Francisco sem taldi lögin hafa sérstaklega mikil áhrif á svarta, fólk af rómönskum ættum og frumbyggja. Þar með brytu lögin í bága við kosningaréttarlögin (e. Voting Rights Act), tímamótalagabálk sem var samþykktur árið 1965 og bannaði ýmsar takmarkanir sem suðurríkin festu í lög til þess að koma í veg fyrir að blökkumenn gætu kosið. Ekki nóg að sýna að lög hafi mismikil áhrif á kynþáttahópa Í meirihlutaáliti sínu skrifaði Samuel Alito, hæstaréttardómari, að sú staðreynd að lög hefðu meiri áhrif á ákveðna kynþáttahópa en aðra þýddi ekki endilega að þau mismunuðu fólki og stönguðust þannig á við kosningaréttarlögin, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögin sem repúblikanar á ríkisþingi Arizona samþykktu fyrir fimm árum gerðu það saknæmt að skila inn atkvæði fyrir annan kjósanda nema hann væri náinn ættingi eða aðstandandi. Algengt er að baráttuhópar ýmissa minnihlutahópa safni útfylltum utankjörfundaratkvæðum og skili þeim á kjörstaði til að auðvelda fólki að kjósa og auka kjörsókn. Þá kváðu lögin á um að atkvæði sem væru greidd í rangri kjördeild skyldu ógilt. Næsti kjörstaður við heimili kjósenda er ekki alltaf í þeirri kjördeild sem þeim er úthlutað, að sögn AP-fréttastofunnar. Töldu aukna kjörsókn koma niður á sér Með niðurstöðu sinni hefur hæstirétturinn nú kippt fótunum undan því ákvæði kosningaréttarlaganna sem mest hefur mætt á síðan að íhaldsmenn við réttinn veiktu lögin verulega árið 2013. Þeir töldu að ákvæði um að suðurríki sem hafa sögulega mismunað svörtum kjósendum þyrftu að fá leyfi alríkisstjórnarinnar fyrir breytingum á kosningalögum stangast á við stjórnarskrá. Elena Kagan sakaði meirihlutann um að grafa undan kosningaréttarlögunum í annað skiptið á átta árum í minnihlutaálitinu sem hún skrifaði. „Það sem er sorglegt hér er að rétturinn hefur (enn á ný) endurskrifað, til þess að veikja, lög sem eru minnisvarði um mikilfengleika Bandaríkjanna og er vörn gegn lægstu hvötum okkar. Það sem er sorglegt er að rétturinn hefur skaðað lög sem var ætlað að „binda endi á misrétti í kosningum“,“ skrifaði Kagan fyrir hönd sín og hinna tveggja frjálslyndu dómaranna. Repúblikanar í Arizona héldu því meðal annars fram í málinu að takmarkanir á framkvæmd kosninga hefðu flokkspólitísk áhrif. Ef rétturinn felldi úr gildi bann við því að ógilda atkvæði sem voru greidd í rangri kjördeild takmarkaði það sigurlíkur repúblikana því að kjörsókn demókrata ykist. Þá héldu þeir fram að alríkislög legðu engar skyldur á hendur ríkinu að hámarka kjörsókn kynþáttaminnihlutahópa. Standa fyrir umdeildri endurskoðun atkvæða Öldungadeild ríkisþings Arizona, þar sem repúblikanar eru með meirihluta, stendur nú fyrir umdeildri endurskoðun á atkvæðum úr forsetakosningunum í nóvember. Þeir réðu einkafyrirtæki til þess að skoða alla kjörseðla og kosningavélar. Forstjóri fyrirtækisins hefur endurómað staðlausar fullyrðingar Trump um kosningasvik. Sérfræðingar hafa gagnrýnt endurskoðunina sem þeir segja ótrúverðugt fausk. Þá hafa repúblikanar í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu ríkisins, mótmælt félögum sínum í öldungadeildinni harðlega og fullyrða að kosningarnar hafi farið vel fram. Joe Biden Bandaríkjaforseti vann nauman sigur á Trump í Arizona og var fyrsti demókratinn til að vinna í ríkinu í áratugi. Trump og bandamenn hans héldu í kjölfarið fram villtum ásökunum um að svik hefðu verið í tafli. Þeir hafa engar haldbærar sannanir geta lagt fram fyrir þeim ásökunum og dómstólar vísuðu málum þeirra frá. Úrslit kosninganna í Arizona hafa verið staðfest í opinberri endurtalningu og kosningaeftirliti. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Dómurinn í dag er talinn auðvelda repúblikönum að koma í gegn ýmsum takmörkunum á framkvæmd kosninga í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þeir hafa þegar samþykkt lög eða lagt fram frumvörp um það í tugum ríkja. Þeir hafa vísað til lyga Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um stórfelld kosningasvik í forsetakosningunum í nóvember sem rök fyrir nauðsyn takmarkananna. Sex íhaldsmennirnir sem sitja í hæstarétti staðfestu lögin en þrír frjálslyndir dómarar skiluðu minnihlutaáliti. Með dómnum sneri rétturinn við niðurstöðu áfrýjunardómstóls í San Francisco sem taldi lögin hafa sérstaklega mikil áhrif á svarta, fólk af rómönskum ættum og frumbyggja. Þar með brytu lögin í bága við kosningaréttarlögin (e. Voting Rights Act), tímamótalagabálk sem var samþykktur árið 1965 og bannaði ýmsar takmarkanir sem suðurríkin festu í lög til þess að koma í veg fyrir að blökkumenn gætu kosið. Ekki nóg að sýna að lög hafi mismikil áhrif á kynþáttahópa Í meirihlutaáliti sínu skrifaði Samuel Alito, hæstaréttardómari, að sú staðreynd að lög hefðu meiri áhrif á ákveðna kynþáttahópa en aðra þýddi ekki endilega að þau mismunuðu fólki og stönguðust þannig á við kosningaréttarlögin, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögin sem repúblikanar á ríkisþingi Arizona samþykktu fyrir fimm árum gerðu það saknæmt að skila inn atkvæði fyrir annan kjósanda nema hann væri náinn ættingi eða aðstandandi. Algengt er að baráttuhópar ýmissa minnihlutahópa safni útfylltum utankjörfundaratkvæðum og skili þeim á kjörstaði til að auðvelda fólki að kjósa og auka kjörsókn. Þá kváðu lögin á um að atkvæði sem væru greidd í rangri kjördeild skyldu ógilt. Næsti kjörstaður við heimili kjósenda er ekki alltaf í þeirri kjördeild sem þeim er úthlutað, að sögn AP-fréttastofunnar. Töldu aukna kjörsókn koma niður á sér Með niðurstöðu sinni hefur hæstirétturinn nú kippt fótunum undan því ákvæði kosningaréttarlaganna sem mest hefur mætt á síðan að íhaldsmenn við réttinn veiktu lögin verulega árið 2013. Þeir töldu að ákvæði um að suðurríki sem hafa sögulega mismunað svörtum kjósendum þyrftu að fá leyfi alríkisstjórnarinnar fyrir breytingum á kosningalögum stangast á við stjórnarskrá. Elena Kagan sakaði meirihlutann um að grafa undan kosningaréttarlögunum í annað skiptið á átta árum í minnihlutaálitinu sem hún skrifaði. „Það sem er sorglegt hér er að rétturinn hefur (enn á ný) endurskrifað, til þess að veikja, lög sem eru minnisvarði um mikilfengleika Bandaríkjanna og er vörn gegn lægstu hvötum okkar. Það sem er sorglegt er að rétturinn hefur skaðað lög sem var ætlað að „binda endi á misrétti í kosningum“,“ skrifaði Kagan fyrir hönd sín og hinna tveggja frjálslyndu dómaranna. Repúblikanar í Arizona héldu því meðal annars fram í málinu að takmarkanir á framkvæmd kosninga hefðu flokkspólitísk áhrif. Ef rétturinn felldi úr gildi bann við því að ógilda atkvæði sem voru greidd í rangri kjördeild takmarkaði það sigurlíkur repúblikana því að kjörsókn demókrata ykist. Þá héldu þeir fram að alríkislög legðu engar skyldur á hendur ríkinu að hámarka kjörsókn kynþáttaminnihlutahópa. Standa fyrir umdeildri endurskoðun atkvæða Öldungadeild ríkisþings Arizona, þar sem repúblikanar eru með meirihluta, stendur nú fyrir umdeildri endurskoðun á atkvæðum úr forsetakosningunum í nóvember. Þeir réðu einkafyrirtæki til þess að skoða alla kjörseðla og kosningavélar. Forstjóri fyrirtækisins hefur endurómað staðlausar fullyrðingar Trump um kosningasvik. Sérfræðingar hafa gagnrýnt endurskoðunina sem þeir segja ótrúverðugt fausk. Þá hafa repúblikanar í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu ríkisins, mótmælt félögum sínum í öldungadeildinni harðlega og fullyrða að kosningarnar hafi farið vel fram. Joe Biden Bandaríkjaforseti vann nauman sigur á Trump í Arizona og var fyrsti demókratinn til að vinna í ríkinu í áratugi. Trump og bandamenn hans héldu í kjölfarið fram villtum ásökunum um að svik hefðu verið í tafli. Þeir hafa engar haldbærar sannanir geta lagt fram fyrir þeim ásökunum og dómstólar vísuðu málum þeirra frá. Úrslit kosninganna í Arizona hafa verið staðfest í opinberri endurtalningu og kosningaeftirliti.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira