Repúblikanar í hár saman vegna umdeildrar endurskoðunar Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2021 15:39 Starfsmenn Cyber Ninjas fara yfir atkvæði frá Maricopa-sýslu í íþróttahöll í Phoenix. Kosningasérfræðingar hafa gagnrýnt vinnubrögð fyrirtækisins, þau séu ógegnsæ og óörugg. AP/Matt York Endurskoðun sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþings Arizona í Bandaríkjunum fyrirskipuðu á úrslitum forsetakosninganna í nóvember heldur áfram þrátt fyrir harðar mótbárur flokkssystkina þeirra sem báru ábyrgð á framkvæmd þeirra í stærstu sýslu ríkisins. Embættismennirnir neituðu að taka þátt í endurskoðuninni í vikunni. Ákvörðun repúblikana í öldungadeildinni í Arizona um að fela einkafyrirtæki að fara yfir úrslit kosninganna hefur sætt harðri gagnrýni. Forstjóri fyrirtækisins hefur endurómað stoðlausar fullyrðingar Donalds Trump fyrrverandi forseta um að stórfelld svik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum og kosningasérfræðingar hafa deilt á aðferðirnar sem fyrirtækið beitir við endurskoðunina. Joe Biden varð fyrsti Demókratinn til að vinna sigur í forsetakosningum í Arizona frá árinu 1996 og við það hafa margir repúblikanar sem halda enn tryggð við Trump ekki vilja una. Þeir, með Trump sjálfan í fararbroddi halda enn á lofti svikabrigslum um að eitthvað hafi verið bogið við framkvæmd kosninganna í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu ríkisins þar sem Phoenix er stærsta borgin. Ásakanir repúblikana hafa ekki þagnað þrátt fyrir að Doug Ducey, ríkisstjóri Arizona og repúblikani, hafi staðfest kosningaúrslitin, ríkis- og alríkisdómarar hafi vísað á bug ásökunum um svindl og tvær endurskoðanir og endurtalning á hluta atkvæða hafi ekki leitt neitt misjafnt í ljós. Þegar öldungadeildin ákvað að endurskoðunin færi fram lét hún leggja hald á kosningavélar og um 2,1 milljón atkvæðaseðla í Maricopa-sýslu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast búast við því að endurskoðuninni ljúki í júní. Neituðu að funda með endurskoðendunum Embættismenn í Maricopa-sýslu sem báru ábyrgð á framkvæmd kosninganna, og eru einnig repúblikanar, eru æfir yfir endurskoðun öldungadeildarinnar. Washington Post segir að þeir hafi neitað að vinna með Cyber Ninjas, fyrirtækinu sem framkvæmir hana. Fyrr í vikunni kölluðu fulltrúar sýslunnar endurskoðunina „fals“ sem græfi undan lýðræðinu með því að ýta undir falskar samsæriskenningar og meiða æru starfsmanna kjörstjórnar í sýslunni. Karen Fann, forseti öldungadeildarinnar, harmaði að embættismenn Maricopa-sýslu hefðu ekki viljað funda með henni og fyrirtækinu til að ræða það sem hún kallaði „alvarleg álitamál“ við kosningarnar í gær. Endurskoðunin héldi áfram þrátt fyrir mótbárur sýsluyfirvalda. Þingforsetinn og félagar hans halda því fram að endurskoðuninni sé ekki ætlað að skera úr um hvort að Biden hefði raunverulega sigrað í Arizona heldur að finna leiðir til þess að bæta framkvæmd kosninganna þar í framtíðinni. Repúblikanar víða um Bandaríkin hafa notað lygar Trump um kosningarnar til þess að samþykkja fjölda laga sem gera kjósendum erfiðara fyrir að greiða atkvæði. Trump heldur engu að síður áfram að ljúga um kosningarnar og vonast til þess að endurskoðunin í Arizona verði sú fyrsta af mörgum sem sýni fram á að hann hafi verið raunverulegur sigurvegari forsetakosninganna í nóvember. Forstjóri Cyber Ninjas sem sér um endurskoðunina hefur endurómað stoðlausar samsæriskenningar Trump um stórfelld svik í forsetakosningunum í nóvember.AP/Matt York Sökuðu kjörstjórn um að eyða gögnum Töluverð spenna hefur ríkt á milli repúblikana í Maricopa-sýslu annars vegar og í öldungadeild ríkisþingsins hins vegar vegna endurskoðunarinnar, ekki síst eftir að Cyber Ninjas ýjaði að því að yfirmenn kjörstjórnar gætu hafa framið lögbrot með því að „eyða“ gögnum af netþjón áður en hann var afhentur fyrirtækinu. Trump forseti básúnaði ásökunum um að kjörstjórnin hefði eytt „heilum gagngrunni“ ólöglega. Síðar kom í ljós að gögnin sem um ræddi voru enn til staðar. Opinber Twitter-síða Maricopa-sýslu deildi hart á Fann þingforseta og fyrirtækið í gær. „Daginn eftir að við útskýrðum í tæknilegu bréfi að þeir væru bara að leita á röngum stað finna „endurskoðendurnir“ skyndilega gögnin,“ tístu sýsluyfirvöld með drjúpandi kaldhæðni. Þá hafa sýsluyfirvöld neitað að afhenda endurskoðendunum lykilorð að kosningavélum og netþjónum sem öldungadeildin hefur krafið þau um. Segjast þau ekki hafa lykilorðin og að það gæti ógnað öryggi viðkvæmara upplýsinga að opna netþjónana. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvernig endurskoðunin sé fjármögnuð. Forstjóri Cyber Ninjas hefur þegar sagt að þeir 150.000 dollarar sem öldungadeildin samþykkti að verja í hana dygðu ekki fyrir kostnaðinum. Að minnsta kosti tvenn samtök hliðholl Trump hafa sagst safnað hundruð þúsundum dollara fyrir endurskoðuninni. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Ákvörðun repúblikana í öldungadeildinni í Arizona um að fela einkafyrirtæki að fara yfir úrslit kosninganna hefur sætt harðri gagnrýni. Forstjóri fyrirtækisins hefur endurómað stoðlausar fullyrðingar Donalds Trump fyrrverandi forseta um að stórfelld svik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum og kosningasérfræðingar hafa deilt á aðferðirnar sem fyrirtækið beitir við endurskoðunina. Joe Biden varð fyrsti Demókratinn til að vinna sigur í forsetakosningum í Arizona frá árinu 1996 og við það hafa margir repúblikanar sem halda enn tryggð við Trump ekki vilja una. Þeir, með Trump sjálfan í fararbroddi halda enn á lofti svikabrigslum um að eitthvað hafi verið bogið við framkvæmd kosninganna í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu ríkisins þar sem Phoenix er stærsta borgin. Ásakanir repúblikana hafa ekki þagnað þrátt fyrir að Doug Ducey, ríkisstjóri Arizona og repúblikani, hafi staðfest kosningaúrslitin, ríkis- og alríkisdómarar hafi vísað á bug ásökunum um svindl og tvær endurskoðanir og endurtalning á hluta atkvæða hafi ekki leitt neitt misjafnt í ljós. Þegar öldungadeildin ákvað að endurskoðunin færi fram lét hún leggja hald á kosningavélar og um 2,1 milljón atkvæðaseðla í Maricopa-sýslu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast búast við því að endurskoðuninni ljúki í júní. Neituðu að funda með endurskoðendunum Embættismenn í Maricopa-sýslu sem báru ábyrgð á framkvæmd kosninganna, og eru einnig repúblikanar, eru æfir yfir endurskoðun öldungadeildarinnar. Washington Post segir að þeir hafi neitað að vinna með Cyber Ninjas, fyrirtækinu sem framkvæmir hana. Fyrr í vikunni kölluðu fulltrúar sýslunnar endurskoðunina „fals“ sem græfi undan lýðræðinu með því að ýta undir falskar samsæriskenningar og meiða æru starfsmanna kjörstjórnar í sýslunni. Karen Fann, forseti öldungadeildarinnar, harmaði að embættismenn Maricopa-sýslu hefðu ekki viljað funda með henni og fyrirtækinu til að ræða það sem hún kallaði „alvarleg álitamál“ við kosningarnar í gær. Endurskoðunin héldi áfram þrátt fyrir mótbárur sýsluyfirvalda. Þingforsetinn og félagar hans halda því fram að endurskoðuninni sé ekki ætlað að skera úr um hvort að Biden hefði raunverulega sigrað í Arizona heldur að finna leiðir til þess að bæta framkvæmd kosninganna þar í framtíðinni. Repúblikanar víða um Bandaríkin hafa notað lygar Trump um kosningarnar til þess að samþykkja fjölda laga sem gera kjósendum erfiðara fyrir að greiða atkvæði. Trump heldur engu að síður áfram að ljúga um kosningarnar og vonast til þess að endurskoðunin í Arizona verði sú fyrsta af mörgum sem sýni fram á að hann hafi verið raunverulegur sigurvegari forsetakosninganna í nóvember. Forstjóri Cyber Ninjas sem sér um endurskoðunina hefur endurómað stoðlausar samsæriskenningar Trump um stórfelld svik í forsetakosningunum í nóvember.AP/Matt York Sökuðu kjörstjórn um að eyða gögnum Töluverð spenna hefur ríkt á milli repúblikana í Maricopa-sýslu annars vegar og í öldungadeild ríkisþingsins hins vegar vegna endurskoðunarinnar, ekki síst eftir að Cyber Ninjas ýjaði að því að yfirmenn kjörstjórnar gætu hafa framið lögbrot með því að „eyða“ gögnum af netþjón áður en hann var afhentur fyrirtækinu. Trump forseti básúnaði ásökunum um að kjörstjórnin hefði eytt „heilum gagngrunni“ ólöglega. Síðar kom í ljós að gögnin sem um ræddi voru enn til staðar. Opinber Twitter-síða Maricopa-sýslu deildi hart á Fann þingforseta og fyrirtækið í gær. „Daginn eftir að við útskýrðum í tæknilegu bréfi að þeir væru bara að leita á röngum stað finna „endurskoðendurnir“ skyndilega gögnin,“ tístu sýsluyfirvöld með drjúpandi kaldhæðni. Þá hafa sýsluyfirvöld neitað að afhenda endurskoðendunum lykilorð að kosningavélum og netþjónum sem öldungadeildin hefur krafið þau um. Segjast þau ekki hafa lykilorðin og að það gæti ógnað öryggi viðkvæmara upplýsinga að opna netþjónana. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvernig endurskoðunin sé fjármögnuð. Forstjóri Cyber Ninjas hefur þegar sagt að þeir 150.000 dollarar sem öldungadeildin samþykkti að verja í hana dygðu ekki fyrir kostnaðinum. Að minnsta kosti tvenn samtök hliðholl Trump hafa sagst safnað hundruð þúsundum dollara fyrir endurskoðuninni.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent