Íslenski boltinn

Bikar­meistarar Víkings mæta KR í 16-liða úr­slitum á meðan Völsungur mætir á Hlíðar­enda

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víkingar lyftu Mjólkurbikarnum árið 2019 og er því ríkjandi meistarar þar sem bikarkeppnin var ekki kláruð á síðustu leiktíð.
Víkingar lyftu Mjólkurbikarnum árið 2019 og er því ríkjandi meistarar þar sem bikarkeppnin var ekki kláruð á síðustu leiktíð. Vísir/Vilhelm

Dregið var í 16-liða úrslitin í Laugardalnum í dag en leikirnir fara fram 11. og 12. ágúst. Bikarmeistararnir fá KR í heimsókn, Valur fær Völsung í heimsókn og HK fær 3. deildarlið KFS í heimsókn.

Þar sem Mjólkurbikarinn var ekki kláraður á síðustu leiktíð þá eru Víkingar enn ríkjandi bikarmeistarar í karlaflokki. Þeir fá sannkallaðan stórleik í 16-liða úrslitum þar sem KR-ingar koma í heimsókn í Fossvoginn.

Alls eru þrír Pepsi Max slagir en ásamt liðunum hér að ofan þá tekur Keflavík á móti KA og ÍA tekur á móti FH. Íslandsmeistarar Vals fá Völsung í heimsókn og 3. deildarlið KFS mætir HK í Kórnum.

Vestri tekur á móti Þór Akureyri í sannkölluðu Lengju-/ landsbyggðar einvígi og þá Fjölnir fær ÍR í heimsókn í Grafarvoginn. 

Dráttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

16-liða úrslit Mjólkurbikars karla

Keflavík – KA

Fylkir – Haukar

ÍA – FH

Valur – Völsungur

HK – KFS

Víkingur – KR

Fjölnir – ÍR

Vestri – Þór

Hér má sjá þau lið sem mætast í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.Vísir/Sigurjón

Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×