Íslenski boltinn

Agla María: Þetta er skemmtilegasta keppnin

Dagur Lárusson skrifar
Agla var frábær í kvöld.
Agla var frábær í kvöld. vísir/elín

Agla María Albertsdóttir lék á alls oddi í 5-0 sigri Breiðabliks á Aftureldingu í Mjólkurbikar kvenna í kvöld en hún skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.

„Ég er mjög sátt, aðal málið er auðvitað að komast áfram í bikarnum, en auðvitað frábært að gera það með góðri frammistöðu,” byrjaði Agla á að segja.

Agla var ánægð með frammistöðu liðsins, sérstaklega í fyrri hálfleiknum.

„Mjög góð frammistaða. Við byrjuðum leikinn virkilega vel en duttum síðan kannski aðeins niður. En svo var ég mjög ánægð með þær sem komu inn á fyrir okkur í leiknum, þær komu inn og settu aukna pressu á þær í lokin sem gerði það að verkum að við náðum að troða inna fleiri mörkum.”

Aðspurð út í það hvort að liðið stefni ekki á sigur í bikarnum sagði Agla að auðvitað væri það stefnan.

„Jú auðvitað, maður tekur auðvitað ekki þátt í bikar án þess að stefna að því að vinna. Þetta er skemmtilegasta keppnin, þannig við ætlum okkur alla leið, að sjálfsögðu,” endaði Agla á því að segja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×