Íslenski boltinn

Sóknar­menn Vals voru ekki góðir í þessum leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sóknarmenn Vals voru ekki áberandi í 1-1 jafntefli liðsins gegn Þór/KA.
Sóknarmenn Vals voru ekki áberandi í 1-1 jafntefli liðsins gegn Þór/KA. Vísir/Elín Björg

Sóknarleikur Vals í 1-1 jafnteflinu gegn Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna var til umræðu í Pepsi Max Mörkunum.

„Þór/KA voru mun sáttari. Það hefur ekki alltaf verið að Þór/KA mæti á Hlíðarenda og sæki stig,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi.

„Frábært stig fyrir þær, unnu virkilega vel fyrir því. Eins og Andri Hjörvar [þjálfari Þór/KA] kemur inn á: Þær voru ofboðslega duglegar, unnu forvinnuna vel. Voru mikið að toga í treyjur og það virkaði. Ágætur dómari leiksins var ekki mikið að nota hljóðfærið, allavega ekki í fyrri hálfleik. Hann leyfði þetta og þær nýttu sér það,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur, og hélt svo áfram.

„Það var ofboðslega lítil hreyfing á sóknarmönnum Vals. Þær voru lítið að ógna bakvið línu eða koma með þessi hlaup sem opna fyrir samherjann. Það vantaði rosalega þessa vinnu án bolta í Valsliðið í þessum leik.“

Árni Freyr Guðnason, hinn sérfræðingur þáttarins, tók undir það.

„Þetta var hægt spil, þær voru meira með boltann en skapa sér færri færi en Þór/KA. Þær skapa sér mjög lítið, það vantaði djúp hlaup frá miðjumönnunum aftur fyrir línu til að búa til plássið. Það sem kemur líka á óvart í þessu er að Valur gerir tvær skiptingar í leiknum því sóknarmenn Vals voru ekki góðir í þessum leik.“

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Sóknarleikur Vals

Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.