Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2021 19:04 Rudy Giuliani fór mikinn um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Donald Trump sigur í forsetakosningunum í nóvember. Falskar yfirlýsingar hans þá hafa nú kostað hann starfsleyfið í New York. AP/Julio Cortez Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember. Giuliani leiddi tilraunir Trump til þess að hnekkja úrslitum forsetakosninganna í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í nóvember. Hann, og aðrir bandamenn Trump, voru þó gerðir afturreka með svo gott sem allar ásakanir sínar fyrir dómstólum vítt og breitt um landið þar sem þeir gátu engar haldbærar sannanir lagt fram fyrir þeim. Siðanefnd lögmanna í New York fór fram á að aganefndin svipti Giuliani málflutningsleyfi sínu vegna stoðlausra og rangra fullyrðinga hans fyrir dómi um að sigrinum hefði verið stolið af Trump með stórfelldum svikum. Á það féllst nefndin í dag. Í áliti hennar sagði að Giuliani hefði lagt fram sannanlega falskar og misvísandi yfirlýsingar fyrir dómi, fyrir þingmenn og fyrir allan almenning, að sögn AP-fréttastofunnar. Framferði Giuliani hefði ógnað almannahag og kalli á að hann verði sviptur starfsleyfi til bráðabirgða. Sviptingin þýðir að Giuliani má ekki lengur koma fram fyrir hönd skjólstæðinga sinna sem lögmaður í New York-ríki. Lögmenn Giuliani segja niðurstöðuna fordæmalausa þar sem hann hafi ekki fengið að svara fyrir sig. Þeir segjast fullvissir um að Giuliani fái leyfið aftur. Giuliani hefur sjálfur haldið því fram að hann hafi ekki vísvitandi lagt fram falskar yfirlýsingar. Telur hann rannsókn siðanefndar lögmanna á sér brjóta gegn tjáningarfrelsi sínu. Giuliani ávarpaði baráttufund stuðningsmanna Trump sem vildu ekki viðurkenna ósigur forsetans í Washington-borg 6. janúar og kallaði eftir átökum. Skömmu síðar hélt mannfjöldinn að þinghúsinu og braust þangað inn.Vísir/EPA Ekki „arða af sönnunum“ fyrir ásökunum um að látið fólk hafi kosið Stjarna Giuliani reis hátt í New York eftir hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana 11. september árið 2001 en þá þótti hann sem borgarstjóri bregðast við af miklum myndugleik. Áður hafði hann getið sér gott orð fyrir baráttu sína gegn ítölsku mafíunni sem alríkissaksóknari suðursvæðis New York. Hann reyndi fyrir sér í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar árið 2008 en hlaut ekki brautargengi. Á seinni árum beindi Giuliani helst kröftum sínum að ábatasömum ráðgjafarstörfum, meðal annars í þjónustu erlendra ríkja. Þegar Donald Trump varð forseti tók Giuliani að sér að vera persónulegur lögmaður hans endurgjaldslaust. Athafnir Giuliani í Úkraínu til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um Joe Biden leiddu til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir embættisbrot árið 2019. Eftir að Trump beið ósigur fyrir Biden í nóvember varð Giuliani helsti málsvari framandlegra ásakana um stórfelld kosningasvik. Í áliti siðanefndarinnar í New York kom meðal annars fram að Giuliani hefði búið til fullyrðingar um að látið fólk hefði greitt atkvæði í Fíladelfíu. Hélt hann því ýmist fram að fölsuð atkvæði þar væri átta eða þrjátíu þúsund án þess þó að leggja fram sannanir fyrir því, að því er segir í frétt Washington Post. Dómararnir sem áttu sæti í siðanefndinni sögðu að Giuliani hefði ekki langt fram „örðu af sönnunargögnum fyrir nokkrum breytilegum og afar óstöðugum tölum um fjölda látinna einstaklinga sem hann staðhæfði að hefðu kosið í Fíladelfíu“. Rannsókn stendur nú yfir á viðskiptum Giuliani við eintaklinga í Úkraínu fyrir kosningarnar í fyrra og hvort að hann hafi brotið lög um skráningu málsvara erlendra ríkja þegar hann tók þátt í að bola burt sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði. Saksóknarar lögðu meðal annars hald á síma og tölvur Giuliani þegar þeir létu gera húsleit á heimili hans og skrifstofu á Manhattan í apríl. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar í Michigan fundu enga stoð fyrir svikabrigslum Trump Engin kerfisbundin eða víðtæk kosningasvik áttu sér stað í Michigan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust samkvæmt rannsókn sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins stýrðu. Donald Trump og stuðningsmenn hans héldu fram stoðlausum ásökunum um að brögð hefðu verið í tafli í Michigan. 23. júní 2021 23:45 Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. 28. apríl 2021 18:32 Óreiðan, vafinn og reiðin er markmiðið Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, og aðrir lögmenn framboðs Trumps, vörpuðu á blaðamannafundi í kvöld fram ýmsum samsæriskenningum varðandi forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2020 22:46 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Giuliani leiddi tilraunir Trump til þess að hnekkja úrslitum forsetakosninganna í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í nóvember. Hann, og aðrir bandamenn Trump, voru þó gerðir afturreka með svo gott sem allar ásakanir sínar fyrir dómstólum vítt og breitt um landið þar sem þeir gátu engar haldbærar sannanir lagt fram fyrir þeim. Siðanefnd lögmanna í New York fór fram á að aganefndin svipti Giuliani málflutningsleyfi sínu vegna stoðlausra og rangra fullyrðinga hans fyrir dómi um að sigrinum hefði verið stolið af Trump með stórfelldum svikum. Á það féllst nefndin í dag. Í áliti hennar sagði að Giuliani hefði lagt fram sannanlega falskar og misvísandi yfirlýsingar fyrir dómi, fyrir þingmenn og fyrir allan almenning, að sögn AP-fréttastofunnar. Framferði Giuliani hefði ógnað almannahag og kalli á að hann verði sviptur starfsleyfi til bráðabirgða. Sviptingin þýðir að Giuliani má ekki lengur koma fram fyrir hönd skjólstæðinga sinna sem lögmaður í New York-ríki. Lögmenn Giuliani segja niðurstöðuna fordæmalausa þar sem hann hafi ekki fengið að svara fyrir sig. Þeir segjast fullvissir um að Giuliani fái leyfið aftur. Giuliani hefur sjálfur haldið því fram að hann hafi ekki vísvitandi lagt fram falskar yfirlýsingar. Telur hann rannsókn siðanefndar lögmanna á sér brjóta gegn tjáningarfrelsi sínu. Giuliani ávarpaði baráttufund stuðningsmanna Trump sem vildu ekki viðurkenna ósigur forsetans í Washington-borg 6. janúar og kallaði eftir átökum. Skömmu síðar hélt mannfjöldinn að þinghúsinu og braust þangað inn.Vísir/EPA Ekki „arða af sönnunum“ fyrir ásökunum um að látið fólk hafi kosið Stjarna Giuliani reis hátt í New York eftir hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana 11. september árið 2001 en þá þótti hann sem borgarstjóri bregðast við af miklum myndugleik. Áður hafði hann getið sér gott orð fyrir baráttu sína gegn ítölsku mafíunni sem alríkissaksóknari suðursvæðis New York. Hann reyndi fyrir sér í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar árið 2008 en hlaut ekki brautargengi. Á seinni árum beindi Giuliani helst kröftum sínum að ábatasömum ráðgjafarstörfum, meðal annars í þjónustu erlendra ríkja. Þegar Donald Trump varð forseti tók Giuliani að sér að vera persónulegur lögmaður hans endurgjaldslaust. Athafnir Giuliani í Úkraínu til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um Joe Biden leiddu til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir embættisbrot árið 2019. Eftir að Trump beið ósigur fyrir Biden í nóvember varð Giuliani helsti málsvari framandlegra ásakana um stórfelld kosningasvik. Í áliti siðanefndarinnar í New York kom meðal annars fram að Giuliani hefði búið til fullyrðingar um að látið fólk hefði greitt atkvæði í Fíladelfíu. Hélt hann því ýmist fram að fölsuð atkvæði þar væri átta eða þrjátíu þúsund án þess þó að leggja fram sannanir fyrir því, að því er segir í frétt Washington Post. Dómararnir sem áttu sæti í siðanefndinni sögðu að Giuliani hefði ekki langt fram „örðu af sönnunargögnum fyrir nokkrum breytilegum og afar óstöðugum tölum um fjölda látinna einstaklinga sem hann staðhæfði að hefðu kosið í Fíladelfíu“. Rannsókn stendur nú yfir á viðskiptum Giuliani við eintaklinga í Úkraínu fyrir kosningarnar í fyrra og hvort að hann hafi brotið lög um skráningu málsvara erlendra ríkja þegar hann tók þátt í að bola burt sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði. Saksóknarar lögðu meðal annars hald á síma og tölvur Giuliani þegar þeir létu gera húsleit á heimili hans og skrifstofu á Manhattan í apríl.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar í Michigan fundu enga stoð fyrir svikabrigslum Trump Engin kerfisbundin eða víðtæk kosningasvik áttu sér stað í Michigan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust samkvæmt rannsókn sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins stýrðu. Donald Trump og stuðningsmenn hans héldu fram stoðlausum ásökunum um að brögð hefðu verið í tafli í Michigan. 23. júní 2021 23:45 Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. 28. apríl 2021 18:32 Óreiðan, vafinn og reiðin er markmiðið Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, og aðrir lögmenn framboðs Trumps, vörpuðu á blaðamannafundi í kvöld fram ýmsum samsæriskenningum varðandi forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2020 22:46 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Repúblikanar í Michigan fundu enga stoð fyrir svikabrigslum Trump Engin kerfisbundin eða víðtæk kosningasvik áttu sér stað í Michigan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust samkvæmt rannsókn sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins stýrðu. Donald Trump og stuðningsmenn hans héldu fram stoðlausum ásökunum um að brögð hefðu verið í tafli í Michigan. 23. júní 2021 23:45
Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. 28. apríl 2021 18:32
Óreiðan, vafinn og reiðin er markmiðið Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, og aðrir lögmenn framboðs Trumps, vörpuðu á blaðamannafundi í kvöld fram ýmsum samsæriskenningum varðandi forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2020 22:46