Repúblikanar í Michigan fundu enga stoð fyrir svikabrigslum Trump Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2021 23:45 Íhaldsmenn á tröppum ríkisþingsins Michigan í Lansing. Þeir krefjast þess að úrslit kosninganna verði rannsökuð með sama hætti og repúblikanar í Arizona létu gera. Sú endurskoðun hefur verið harðlega gagnrýnd. AP/David Eggert Engin kerfisbundin eða víðtæk kosningasvik áttu sér stað í Michigan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust samkvæmt rannsókn sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins stýrðu. Donald Trump og stuðningsmenn hans héldu fram stoðlausum ásökunum um að brögð hefðu verið í tafli í Michigan. Michigan var eitt þeirra lykilríkja þar sem Joe Biden hafði nauman sigur á Trump í forsetakosningunum í nóvember. Trump heldur því fram enn þann dag í dag að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn í Michigan og fleiri ríkjum og fjölmargir repúblikanar taka undir þær ásakanir. Rannsókn eftirlitsnefndar öldungadeildar ríkisþings Michigan leiddi þó ekki í ljós nein kerfisbundin eða stórfelld kosningasvik. Niðurstaða hennar sætir ekki síst tíðindum því repúblikana, sem eru með meirihluta í deildinni, stýra nefndinni. Í skýrslu sem nefndin birti í dag sögðu nefndarmenn að íbúar Michigan gæti borið traust til þess að úrslit kosninganna hafi verið „raunveruleg úrslitin“. Biden hlaut um 155.000 fleiri atkvæði en Trump þar um 2,8 prósent munur. „Fáránlegar“ ásakanir um svik Skýrsluhöfundar voru ómyrkir í máli um ábyrgð þeirra sem dreifðu samsæriskenningum um að svik hefðu verið í tafli í kosningunum. „Nefndin ráðleggur borgurunum eindregið að beina gagnrýnum augum og eyrum þá sem hafa haldið uppi sannanlega fölskum kenningum í eiginhagsmunaskyni,“ segir í skýrslunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvöttu nefndarmenn dómsmálaráðherra ríkisins til þess að rannsaka þá sem héldu uppi stoðlausum ásökunum um framkvæmd kosninganna í Antrim-sýslu. Mikil svikabrigsl upphófust þegar Biden var ranglega lýstur sigurvegari í Antrim. Um mannleg mistök var að ræða sem voru leiðrétt. Ekkert misjafnt kom í ljós þegar atkvæði þar voru handtalin aftur. Þá höfnuðu skýrsluhöfundar sérstaklega nokkrum samsæriskenningum sem bandamenn Trump héldu á lofti, þar á meðal að látið fólk hefði greitt atkvæði og að tugum þúsunda falsaðra utankjörfundaratkvæða hefði verið laumað inn á talningarstað í skjóli nætur í Detroit. Lýstu nefndarmennirnir sumum ásökunum Trump-liða eins og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump, sem „fáránlegum“. Jeff Irwin, eini demókratinn í nefndinni, gerði athugasemd við að repúblikanarnir tveir sem sitja með honum í nefndinni hafi verið á meðal ellefu öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins sem báðu Bandaríkjaþing um að rannsaka „trúverðugar“ ásakanir um kosningasvik 4. janúar, tveimur dögum áður en þingið staðfesti kosningaúrslitin. „Það er óheppilegt að ríkisþing Michigan hafi tekið þátt í sirkusnum, dregið fram vitni sem voru ekki trúverðug eða sem héldu fram augljósum rangindum til þess að ýta undir þá lygi að úrslitin í Michigan væru spillt,“ sagði Irwin. Krefjast endurskoðunar líkt og í Arizona Óvíst er hvort að niðurstaða nefndarinnar undir forystu repúblikana hafi mikil áhrif á afstöðu flokkssystkina þeirra. Hópur repúblikana í Michigan kröfðust þess á dögunum að þar færi fram endurskoðun á kosningaúrslitunum í anda umdeildrar rannsóknar repúblikana í Arizona. Endurskoðunin í Arizona, þar sem Biden vann einnig sigur, hefur sætt harðri gagnrýni. Repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins réðu einkafyrirtæki til að fara yfir atkvæði og kosningavélar en eigandi fyrirtækisins tók þátt í að dreifa samsæriskenningum um kosningasvik þar. Sérfræðingar hafa sagt að endurskoðunin sé ekki trúverðug og geti rýrt traust kjósenda á kosningum. Þá heldur Trump áfram að ljúga um að svik hafi kostað sig endurkjör í yfirlýsingum sem hann sendir reglulega frá sér. Þeim fáu repúblikönum sem hafa andæft lygum fyrrverandi forsetans um kosningarnar hefur markvisst verið ýtt til hliðar um allt landið. Þá hafa repúblikanar í fjölmörgum ríkjum nýtt sér stoðlausar ásakanir Trump og félaga sem átyllu til þess að herða lög um framkvæmd kosninga sem gagnrýnendur þeirra segi að geri fólki erfiðara að kjósa, sérstaklega svörtu fólki sem er mun líklegra til þess að kjósa demókrata en repúblikana. Þrátt fyrir að repúblikanarnir í Michigan hafi ekki fundið nein merki um kosningasvik þar leggja þeir fram breytingar á lögum um kosningar þar til að koma í veg fyrir möguleg svik. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Michigan var eitt þeirra lykilríkja þar sem Joe Biden hafði nauman sigur á Trump í forsetakosningunum í nóvember. Trump heldur því fram enn þann dag í dag að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn í Michigan og fleiri ríkjum og fjölmargir repúblikanar taka undir þær ásakanir. Rannsókn eftirlitsnefndar öldungadeildar ríkisþings Michigan leiddi þó ekki í ljós nein kerfisbundin eða stórfelld kosningasvik. Niðurstaða hennar sætir ekki síst tíðindum því repúblikana, sem eru með meirihluta í deildinni, stýra nefndinni. Í skýrslu sem nefndin birti í dag sögðu nefndarmenn að íbúar Michigan gæti borið traust til þess að úrslit kosninganna hafi verið „raunveruleg úrslitin“. Biden hlaut um 155.000 fleiri atkvæði en Trump þar um 2,8 prósent munur. „Fáránlegar“ ásakanir um svik Skýrsluhöfundar voru ómyrkir í máli um ábyrgð þeirra sem dreifðu samsæriskenningum um að svik hefðu verið í tafli í kosningunum. „Nefndin ráðleggur borgurunum eindregið að beina gagnrýnum augum og eyrum þá sem hafa haldið uppi sannanlega fölskum kenningum í eiginhagsmunaskyni,“ segir í skýrslunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvöttu nefndarmenn dómsmálaráðherra ríkisins til þess að rannsaka þá sem héldu uppi stoðlausum ásökunum um framkvæmd kosninganna í Antrim-sýslu. Mikil svikabrigsl upphófust þegar Biden var ranglega lýstur sigurvegari í Antrim. Um mannleg mistök var að ræða sem voru leiðrétt. Ekkert misjafnt kom í ljós þegar atkvæði þar voru handtalin aftur. Þá höfnuðu skýrsluhöfundar sérstaklega nokkrum samsæriskenningum sem bandamenn Trump héldu á lofti, þar á meðal að látið fólk hefði greitt atkvæði og að tugum þúsunda falsaðra utankjörfundaratkvæða hefði verið laumað inn á talningarstað í skjóli nætur í Detroit. Lýstu nefndarmennirnir sumum ásökunum Trump-liða eins og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump, sem „fáránlegum“. Jeff Irwin, eini demókratinn í nefndinni, gerði athugasemd við að repúblikanarnir tveir sem sitja með honum í nefndinni hafi verið á meðal ellefu öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins sem báðu Bandaríkjaþing um að rannsaka „trúverðugar“ ásakanir um kosningasvik 4. janúar, tveimur dögum áður en þingið staðfesti kosningaúrslitin. „Það er óheppilegt að ríkisþing Michigan hafi tekið þátt í sirkusnum, dregið fram vitni sem voru ekki trúverðug eða sem héldu fram augljósum rangindum til þess að ýta undir þá lygi að úrslitin í Michigan væru spillt,“ sagði Irwin. Krefjast endurskoðunar líkt og í Arizona Óvíst er hvort að niðurstaða nefndarinnar undir forystu repúblikana hafi mikil áhrif á afstöðu flokkssystkina þeirra. Hópur repúblikana í Michigan kröfðust þess á dögunum að þar færi fram endurskoðun á kosningaúrslitunum í anda umdeildrar rannsóknar repúblikana í Arizona. Endurskoðunin í Arizona, þar sem Biden vann einnig sigur, hefur sætt harðri gagnrýni. Repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins réðu einkafyrirtæki til að fara yfir atkvæði og kosningavélar en eigandi fyrirtækisins tók þátt í að dreifa samsæriskenningum um kosningasvik þar. Sérfræðingar hafa sagt að endurskoðunin sé ekki trúverðug og geti rýrt traust kjósenda á kosningum. Þá heldur Trump áfram að ljúga um að svik hafi kostað sig endurkjör í yfirlýsingum sem hann sendir reglulega frá sér. Þeim fáu repúblikönum sem hafa andæft lygum fyrrverandi forsetans um kosningarnar hefur markvisst verið ýtt til hliðar um allt landið. Þá hafa repúblikanar í fjölmörgum ríkjum nýtt sér stoðlausar ásakanir Trump og félaga sem átyllu til þess að herða lög um framkvæmd kosninga sem gagnrýnendur þeirra segi að geri fólki erfiðara að kjósa, sérstaklega svörtu fólki sem er mun líklegra til þess að kjósa demókrata en repúblikana. Þrátt fyrir að repúblikanarnir í Michigan hafi ekki fundið nein merki um kosningasvik þar leggja þeir fram breytingar á lögum um kosningar þar til að koma í veg fyrir möguleg svik.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira