Íslenski boltinn

Tókust hart á og rifust en þetta var í góðu lagi

Sindri Sverrisson skrifar
Kári Árnason liggur eftir að hafa fengið spark frá Kjartani Henry Finnbogasyni.
Kári Árnason liggur eftir að hafa fengið spark frá Kjartani Henry Finnbogasyni. Stöð 2 Sport

Þrautreyndir atvinnumenn áttust við í Víkinni í gærkvöld þegar Kjartan Henry Finnbogason mætti þeim Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen í 1-1 jafntefli KR og Víkings í Pepsi Max-deildinni í fótbolta.

Í Pepsi Max Stúkunni eftir leik skoðuðu sérfræðingarnir glímu Kjartans við miðverðina tvo, þar sem að sjálfsögðu ekkert var gefið eftir.

„Það var tekist á en það var ekki mikið verið að kvarta. Það var ekki mikið verið að væla í dómaranum þegar það var verið að brjóta. Menn tókust hart á og rifust aðeins en þetta var bara í góðu lagi,“ sagði Reynir Leósson, en innslagið má sjá hér að neðan.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Kári, Kjartan og Sölvi

„Maður vissi að þetta yrði niðurstaðan í leiknum, að þeir myndu takast á, og það var ekki nóg með að Kjartan væri með Kára á sér því hann var líka með Sölva,“ sagði Reynir.

Kjartan var sá eini af þremenningunum sem fékk áminningu í leiknum, fyrir að sparka í Kára. „Hann átti nú skilið að fá að brjóta einu sinni á honum alla vega,“ sagði Reynir í léttum tón.

Hann bætti við að það væri ekki skrýtið að Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefði sagst ekki vera hissa á að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, væri ánægður með dómgæsluna í leiknum. „Þeir tóku fast á KR-ingunum,“ sagði Reynir.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.