Íslenski boltinn

Sjáðu Flóka bjarga KR frá tapi og Hansen styrkja stöðu sína á toppnum

Sindri Sverrisson skrifar
Kristinn Jónsson lagði upp jöfnunarmark KR-inga í uppbótartíma.
Kristinn Jónsson lagði upp jöfnunarmark KR-inga í uppbótartíma. vísir/hulda margrét

Kristján Flóki Finnbogason bjargaði KR um stig með marki í uppbótartíma gegn Víkingi í gær, í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Mörkin úr leiknum má nú sjá hér á Vísi.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli og þar með eru Víkingar áfram eina taplausa liðið í deildinni, eftir níu leiki.

Klippa: Mörk Víkings og KR

Víkingar eiga einnig markahæsta leikmann deildarinnar en Nikolaj Hansen skoraði sitt áttunda mark í gærkvöld þegar hann kom Víkingi yfir. Hann er tveimur mörkum á undan næsta manni, Leiknismanninum Sævari Atla Magnússyni.

Hansen skoraði markið sitt af stuttu færi eftir sendingu Helga Guðjónssonar á 10. mínútu. Víkingar vörðu forystuna alveg fram í uppbótartíma en þá átti Pálmi Rafn Pálmason laglega sendingu fram vinstri kantinn á Kristin Jónsson sem gerði vel í að leggja boltann út á Kristján Flóka. Hann var óvaldaður og þrumaði boltanum í þverslána og inn.

Víkingar eru í 2. sæti deildarinnar með 19 stig, fjórum stigum á eftir Val en með leik til góða. KR á einnig leik til góða á Val en er í 5. sæti með 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×