30 ára fangelsi fyrir að hafa svelt, pyntað og drepið þernuna sína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2021 10:46 Konan hafði misst fimmtán kíló á fjórtán mánuðum þegar hún lést. Getty Kona frá Singapúr hefur verið dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir að hafa svelt, pyntað og drepið mjanmarska þernu sína. Þernan vó aðeins 24 kíló þegar hún lést árið 2016. Gaiyathiri Murugayan,40 ára eiginkona lögreglumanns í Singapúr, hefur játað að hafa borið ábyrgð á morðinu á Piang Ngaih Don. Þá hefur hún játað ýmsa ákæruliði til viðbótar. Saksóknarar hafa lýst gjörðum hennar sem „illum og ómannúðlegum.“ Dómari í málinu sagði í réttarhöldunum að málið væri eitt það versta sem hann hefði séð og að engin orð gætu lýst ofbeldinu sem unga konan þurfti að þola mánuðina fyrir dauða sinn. Piang flutti til Singapúr um mitt ár 2015 en það var fyrsta skiptið sem hún vann erlendis. Stuttu eftir að hún hóf störf hjá Murugayan hófst ofbeldið gegn henni, eða í október 2015. Ofbeldið náðist oft á myndbandsupptökur en á heimilinu voru víða öryggismyndavélar. Samkvæmt myndbandsupptökunum beitti Murugayan Piang ofbeldi oft á dag. Murugayan er meðal annars sögð hafa brennt Piang með straujárni og á myndbandsupptökunum mátti oft sjá hana kasta Piang um íbúðina „eins og tuskudúkku.“ Piang fékk oft aðeins brauð, sem búið var að bleyta í vatni, að borða eða hrísgrjón. Hún missti 15 kíló, eða 38 prósent líkamsþyngdar sinnar, á aðeins 14 mánuðum. Piang var aðeins 24 ára þegar hún dó í júlí 2016. Fyrir dauða sinn höfðu Murugayan og móðir hennar veist að henni í marga klukkutíma. Samkvæmt skýrslu réttarmeinafræðings lést Piang af völdum súrefnisskorts til heila en þá höfðu mæðgurnar ítrekað kæft hana þennan dag. Eiginmanni Murugayan hefur verið sagt upp störfum sem lögreglumaður og er hann ákærður fyrir aðild í málinu. Sömuleiðis er móðir Murugayan ákærð fyrir aðild að málinu. Meira en 250 þúsund manns af erlendum uppruna vinna í Singapúr sem þjónustufólk. Flestir koma frá löndum eins og Indónesíu, Mjanmar og Filippseyjum. Ofbeldi gegn þjónustufólki í Singapúr er mjög algengt. Til að mynda var par dæmt árið 2017 fyrir að svelta þernu sína og árið 2018 var annað par dæmt fyrir að beita þernu sína frá Mjanmar ofbeldi. Singapúr Mjanmar Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Gaiyathiri Murugayan,40 ára eiginkona lögreglumanns í Singapúr, hefur játað að hafa borið ábyrgð á morðinu á Piang Ngaih Don. Þá hefur hún játað ýmsa ákæruliði til viðbótar. Saksóknarar hafa lýst gjörðum hennar sem „illum og ómannúðlegum.“ Dómari í málinu sagði í réttarhöldunum að málið væri eitt það versta sem hann hefði séð og að engin orð gætu lýst ofbeldinu sem unga konan þurfti að þola mánuðina fyrir dauða sinn. Piang flutti til Singapúr um mitt ár 2015 en það var fyrsta skiptið sem hún vann erlendis. Stuttu eftir að hún hóf störf hjá Murugayan hófst ofbeldið gegn henni, eða í október 2015. Ofbeldið náðist oft á myndbandsupptökur en á heimilinu voru víða öryggismyndavélar. Samkvæmt myndbandsupptökunum beitti Murugayan Piang ofbeldi oft á dag. Murugayan er meðal annars sögð hafa brennt Piang með straujárni og á myndbandsupptökunum mátti oft sjá hana kasta Piang um íbúðina „eins og tuskudúkku.“ Piang fékk oft aðeins brauð, sem búið var að bleyta í vatni, að borða eða hrísgrjón. Hún missti 15 kíló, eða 38 prósent líkamsþyngdar sinnar, á aðeins 14 mánuðum. Piang var aðeins 24 ára þegar hún dó í júlí 2016. Fyrir dauða sinn höfðu Murugayan og móðir hennar veist að henni í marga klukkutíma. Samkvæmt skýrslu réttarmeinafræðings lést Piang af völdum súrefnisskorts til heila en þá höfðu mæðgurnar ítrekað kæft hana þennan dag. Eiginmanni Murugayan hefur verið sagt upp störfum sem lögreglumaður og er hann ákærður fyrir aðild í málinu. Sömuleiðis er móðir Murugayan ákærð fyrir aðild að málinu. Meira en 250 þúsund manns af erlendum uppruna vinna í Singapúr sem þjónustufólk. Flestir koma frá löndum eins og Indónesíu, Mjanmar og Filippseyjum. Ofbeldi gegn þjónustufólki í Singapúr er mjög algengt. Til að mynda var par dæmt árið 2017 fyrir að svelta þernu sína og árið 2018 var annað par dæmt fyrir að beita þernu sína frá Mjanmar ofbeldi.
Singapúr Mjanmar Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira